Samtíðin - 01.05.1944, Síða 7

Samtíðin - 01.05.1944, Síða 7
SAMTiÐIN Maí 1944 Nr. 102 11. árg., 4. hefti ÚTGEPANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁPUNA SJÁ BLS. 32 NÝLEGA las ég í ameríksku blaði und- ir fyrirsögninni Sex gæfuleið- i r grein eftir forseta stóriðjufyrirtækis- ins General Motors, og endursegi ég hana hér í lauslegri þýðingu: „Þeim, sem vill höndla gæfuna, eri fyrst og fremst þörf nægilegs viljastyrks og þreks til að ákvarða, hvað hann eigi að að- hafast. Slíkt er honum miklu notadrýgra en að grípa jafnan gæs, þegar gefst. Ung- ur maður, sem er fær um að hætta tafar- laust að reykja, þegar hann finnur, ao það skaðar hann, eða loka fyrir útvarp- ið, er það glepur hann og rænir um of tíma hans frá námi, er þegar kominn spölkorn inn á gæfubrautina. Enginn, sem er þess ómegnugur að hafa hemil á sjálfum sér, getur vænzt þess, að aðrir hlýði honum. Við getum aldrei orðið gæfu- menn, nema við séum þess albúnir að dæma sjálf okkur á sama hátt og við dæmum aðra. Flest erum við drenglunduð í leikjum við aðra. En þegar á milli ber úti á götu eða inni í skrifstofunni, er furðu oft öðru máli að gegna. í nútímaþjóðfé- lagi eru þegnarnir það margvíslega háð- ir hver öðrum og hver einstaklingur á þar svo mikið undir velferð heildarinn- ar, að umburðarlyndi gagnvart skoðun- um annarra er mikilsverðara en verið hef- ur nokkuru sinni fyrr. Ekki er frekar unnt að dæma menn eftir útliti þeirra heldur en vér getum ályktað um þanþol stáls af gljáa þess. Staðreyndir eru staðreyndir, hvaða áhrif svo sem þær kunna að hafa á okkur. Verum því aldrei uppnæm fyrir þeim. Förum að dæmi verkfræðingsins, sem verður að fást við efnin eins og þau koma fyrir og semja sig að lögmálum náttúr- unnar, ef hann á að smíða nothæfa vél, gera brú, sem hefur nægilegt burðarþol, eða reisa hús, sem ekki á að hrynja. Jafnvel smábörn missa allt traust á full- orðnum manni, sem hefur lofað þeim sælgæti, en svikið síðan þetta loforð sitt. Við rekum okkur hvarvetna á þessa stað- reynd. Fólk er ekki einvörðungu dæmt fyrir þau verk, sem það innir af hendi, heldur og fyrir það, að hve miklu leyti það uppfyllir þau loforð, sem það hefur gefið eða lýst sig reiðubúið að efna. Það er hér um bil jafn óheppilegt að lofa því, sem menn eru lítt eða ekki færir um að efna, eins og hitt, að tjá sig reiðubúinn til þess, er menn hafa aldrei ætlað sér að framkvæma. Letingjar eru ógæfusömustu manntetur, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. Það er nauðsynlegt, að við gerum okkur full- komlega grein fyrir því, að starfið er veru- legur hluti af lífshamingju mannkynsins. Þetta ber ekki svo að skilja, að vinnan sé ^inungis tæki í gæfuleitinni. Starfs- gleðin sjálf (sem nú á tímum á ekki upp á pallborðið hjá þeim, sem sífellt eru að reyna til að koma fólki í skilning um, að líkamleg störf séu einungis áþján) er eitt- hvert dýrmætasta hnoss, sem hugsazt get- ur. — Berstu hinni góðu baráttu. Gerðu þér í upphafi Ijóst, að þér er alls ekki unnt að haga rás viðburðanna eftir vild, því að lífið hlítir sínum eigin lögum, en ekki mannasetningum. Vertu jafnan gunn- reifur í baráttunni, þótt stundum gefi á bátinn. SAMTÍÐIN getur glatt lesendur sína með því, að aldrei hefur jafnmikið af merkum og læsilegum greinum verið fyrir- liggjandi og nú Munu þær birtast í næstu heftum. Þá hefur eftirlætishöfundur vor, Hans klaufi, nú sent oss tvær smá- sögur, en ýmsir hafa beðið með óþreyju eftir nýjum sögum frá honum. Sendið Samtíðinni marga nýja kaupendur!

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.