Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 13
SAMTIÐIN
9
ANDRÉ MAUROIS:
Listin að verða gamall
Framh.
AÐ ER undarlegt, að vér skul-
um verða gömul, svo kynlegt,
að vér furðum oss oft á því, að slíkt
slculi henda oss eins og annað fólk.
Proust lýsti því meistaralega í Le
Temps Retrouvé, live forviða menn
verða, er þeir hitta eftir þrjátíu eða
fjörutíu ár karla og konur, sem voru
á aldur við þá, er þeir voru börn.
„í fyrstu,“ segir liann, „skildi ég ekki,
hvers vegna ég var svo seinn að
kannast við húsbóndann og gesti
hans og livers vegna þeir virtust all-
ir vera dulbúnir.“ (Það voru elli-
mörkin, sem siðan er lýst. Þýð.).
Hvenær hefst ellin? Lengi höfum
vér haldið, að vér gætum foi'ðazt
hana. Vér erum ung í anda, og kraft-
ar vorir virðast óskertir. Vér höf-
um sannpi-ófað þetta á ýmsa lund.
„Skjddi ég' geta gengið upp eftir
þessari hæð, eins og þegar ég var
ungur? Já! Ég er dálitið móður, þeg-
ar ég er kominn alla leið upp, en
ég hef verið jafnfljótur og áður, og
ætli ég hafi ekki alltaf verið dálítið
móður, þegar upp var komið.
Breytingin frá æsku til elli er svo
hægfara, að sá, sem fyrir henni verð-
ur, veitir henni naumast nokkra at-
hygli. Þegar haustið kemur, eftir
að suiuarið er liðið, og veturinn á
eftir haustinu, eru breytingarnar
svo hægfara, að vér tökum ekki eft-
ir þeim frá degi til dags. En samt
kemur haustið stundum með svip-
uðum hætti og herinn, sem gerði að-
súg að Macbeth, falið bak við sölix-
að laufið frá sumrinu. Svo er það
einn nóvenxhermorgun, að livass
stornxur feykir burt hinni gullnu
grímu, og eftirverður kræklóttbeina-
grind vetrarixxs. Laufin, sem vér
héldum, að væru lifandi enn, voru
sölnuð; þau liengu við greinarnar
á fáeinum veikum trefjum. Stoi'ixx-
urinn liefur leitt þessa lirörnun i
ljós, en ekki orsakað liana.
Veikindi eru sá stoi’mur, sem geis-
ar unx skóg mannkynsins. Karl eða
kona kunna að vii’ðast uixg, þrátt
fyrir aldurinn. „Hún er alveg fram-
úrskarandi ern,“ segjum vér, eða
„hann er alveg eins og unglamb“.
Vér dáuxxist að atorku þeirra, live
þau eru ung i anda og létt í máli.
En einn góðan veðurdag fi’éttuixx
vér, að stormurinn liafi feykt þeiixi
burt — þau hafa dáið úr lijartaslagi
eða lungnabólgu, vegna óvarkáx’ni,
seixi ekki mundi liafa haft verra en
höfuðverk eða kvef í för með sér,
ef ungt fólk lxefði átt lilut að máli.
Á fáunx dögum getur andlit fölnað,
bak bognað og ljós augnanna dapr-
azt. Eitt andartak getur bi-eytt oss
í gamalmenni, en slíkt táknar, að
langt sé, síðan vér tókum að eldast.
Hvenær eru þessi haustjafndægri
í lífi voru? Conrad segir, að þegar
maðurinn verði fertugur, sjái liann
fyrir framan sig skuggarák, fari yf-
ir liana með hryllingi og haldi, uð