Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 15
SAMTÍÐIN
11
er að vera að lifa?“ En þau orð
opna hlið dánarheimanna.
Allar lífverur, nema þær frum-
stæðustu, sem forðasl dauðann með
því að skipta sér i tvær nýjar líf-
verur, verða liver á sínum tíma að
þola ellina. Hvers vegna nýtur maí-
flugan ástarinnar i aðeins tvær
klukkustundir, þar sem skjaldbök-
ur og páfagaukar geta orðið 200 ára
gömul? Hvers vegna geta geddur og
karfar orðið 300 ára, en þeir Byron
og Mozart fengu ekki að lifa nema
í 30 ár? Fyrir einni öld var meðal
mannsævi um það hil 40 ár. 1 dag
er hún nærri þvi 60 ár hjá flestum
hámenningarþjóðum. Slíkt er hrað-
fara breyting, sem leyfir oss að spá
því, að svo framarlega sem styrj-
aldir og byltingar tefja ekki fyrir
framförunum á sviði heilbrigðis-
málanna, verði meðal mannsævi
orðin 100 ár á næstu öld. En slíkt
mun þó samt sem áður alls engin
áhrif liafa á ellina.
Því frumstæðari sem þjóð er,
þeim mun verr fer hún með gamall
fólk. Maður, sem var á ferð í Afr-
iku, skrifar um hræddan, gamlan
höfðingja, sem sárhændi hann með
þessum orðum: „Gefðu mér lit í
hárið. Ef þeir sjá, að það er farið
að grána, drepa þeir mig.“ Sumir
íhúar Suðurhafseyja neyddu gamla
menn til þess að klifra upp í kókós-
hnetutré, og því næst hristu þeir
trén. Ef gömlu mennirnir gátu hald-
ið sér það fast, að þeir féllu ekki
til jarðar, höfðu þeir öðlazt réttinn
til að lifa. En ef þeir féllu ofan úr
trjánum, voru þeir dregnir fvrir
dómara og dæmdir til lífláts. Þetta
virðist liarkaleg meðferð, en vér
liöfum líka vor kókóshnetutré. Þeg-
ar opinberir starfsmenn verða að
láta af störfum fvrir aldurs sakir,
táknar slíkt oft og einatt dauðadóm,
annað hvort vegna þess, að af því
leiðir fátæktarbasl eða veikindi,
sem er orsök örvinglunar...........
Auðug þjóðfélög með ríkjandi liá-
menningu komast oft og einatl und-
ir stjórn gamalla manna. Þar eru
gamlir menn valdir til forustu,
vegna þess að í heimi, þar sem
engar breytingar hafa átt sér stað
um langt skeið, verður reynslan
dýrmætt lmoss. 1 Englandi, þar sem
haldið er fast við það fyrirkomu-
lag', sem ríkt hefur áður fyrr og
gamlar venjur ráða, er ellin höfð
í miklum metum. I Kína voru gaml-
ir menn fyrrum metnir geysimikils.
Kínverjar sögðu: „Enginn gráhærð-
ur maður má sjást með byrði á göt-
um úti.“ En nú á dögum er viðhorf-
ið til gamla fólksins orðið breytt i
Kína.
Framh.
Bezta heimspelti, sem til er, er
sú, að ásælast ekki það, sem þér
er um megn að eignast.
Sijórnmálamaður, sem hefur
komizt upp í efstu tröppu metorða-
stigans, hefur áreiðanlega haft vit
á að láta einhverja stgðja stigann
vel og vandlega.
Thorvaldsensbazarinn
Austurstræti 4. Reykjavík.
Tekur til sölu vel unna íslenzka muni.
Sendið honum m. a. alls konar prjónles
og band.