Samtíðin - 01.05.1944, Síða 16

Samtíðin - 01.05.1944, Síða 16
12 SAMTÍÐIN EDWARD STEVENSON: 117. saga Samtíðarinnar Dauðadómur a EIR IIÖFÐU komiS og farið hver á fætur öðrum, nærri þvi eins og einhver þaulæfður leikstjóri hefði stjórnað inn- og útgöngu þeirra. Þetta voru sendiherrar Englands, Ameríku, Ítalíu og Þýzkalands. Hversu ólík sem sjónarmið þeirra í öðrum efnum kunna að hafa veiáð, er eitt þó vist, að í þessu efni voru þeir allir öldungis sammála. Manuel Diaz hrosti gremjulega. Hinn afsetti forseti hafði þó að minnsta kosti áunnið sér ærna hylli meðal hinna erlendu sendisveita, hugsaði hann. Þeir létu þess að vísu kurteislega getið, að engan veginn hæri að líta á komu þeirra hingað sem opinhera heimsókn. Þeir kváðust mæla hér sem vinir, en ekki sem pólitískir sendimenn. Þeir kváðust telja það víst, að rikisstjórnir þeirra mundu viðurkenna hina nýju stjórn miklu fúslegar, ef engum refsiaðgerðum yrði beitt gegn Moralesi, fyrrverandi forseta, og ef honum yrði leyft að liverfa óáreittum úr landi og velja sér sómasamlegan samastað. Hins vegar mundu ríkisstjórnir þeirra taka það mjög óstinnt upp, ef hinn óhamingju- sami forseti yrði tekinn af lífi eða þótt ekki væri nema það, að hann yrði hnepptur í varðhald. Þeir vissu, hvað þeir sungu, þessir stjórnarerindrekar. Þeim var það fyllilega Ijóst, að hin nýja stjórn mundi vera illa sett og meira að segja í verstu klípu, ef stórveldin neituðu að viðurkenna hana. Diaz varp öndinni mæðulega. Enda þótt hann æli i hrjósti sér brennandi hat- ur til Juans Moralesar — og það ekki að ástæðulausu — vissi hann, að velferð landsins yrði að meta meira en persónulegar skoðanir hans sjálfs. Hann hafði ekki steypt einræðisherranum Moralesi af stóli til þess eins að geta sjálfur komið fram hefnd gegn honum. Hann gekk hratt um gólf í skrif- stofu sinni og honum var órótt inn- an brjósts. Hann var horaður og renglulegur, líkami hans hafði látið á sjá eftir tveggja ára vist í einni af hitaheltis-fangabúðum Moralesar, þar sem sólarhitinn var óþolandi. Sólbrennt andlit hans var hrukkótt og svipurinn hörkulegur. Jafnframt þvi sem liann gekk um gólf, bölvaði hann í hljóði óleik þeim, sem for- sjónin liafi gert honum. Hvers vegna hafði flugvél Moralesar eyðilagzt? Af hverju hafði hrappurinn ekki komizt undan? Ýmislegt hefði verið miklu hægara viðfangs, ef Moralesi hefði tekizt að strjúka. Dyr opnuðust, og ritari kom inn. — Morales er hér, yðar hágöfgi, mælti hann. Diaz hristi höfuðið. — Ekki há- göfgi enn þá, Pedro, en ef til vill eftir kosninguna. — Kosningin er ekld annað en

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.