Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 17

Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 17
SAMTÍÐIN 13 formsatriði, yðar hágöfgi. Þjóðin tignar yður. — Rétt er það, hugsaði Diaz. Það var farið að jafna honum við sjálfan Bolivar. En hvort mundi þjóðin fall- ast á það, sem liann var nú í þann veginn að gera? Skyldi vera svo auð- velt að svala hefndarþorsta hennar? — Sjáið um, að allt sé tilbúið, Pedro, mælti hann, og látið Morales siðan koma inn. Hann settist við skrifhorð sitt, tók skammbyssu úr einni af skúffum þess, leit á hana með daufu ánægju- brosi og stakk henni því næst í vasa sinn. Hann var svo niðursokkinn i hugsanir sínar, að hann heyrði ekki liávaðann frá mönnunum, er voru að undirbúa það, sem nú skyldi framkvæmt verða. Það var ekki fyrr en skjallbjörtum kastljósum hafði verið beint á hann sjálfan, að hann rankaði við sér. Bak við skrifborð hans hafði verið komið fyrir ljós- kösturum og ofan af palli, sem þar hafði verið reistur, var tveim kvik- myndatökuvélum beint að honum. Bak við sitt hvora vélina stóð mynda- tökumaður. — Allt er tilbúið, mælti Pedro. — Það er verið að koma með hann Morales. Drykklanga stund eftir að Pedro var farinn, var Diaz einsamall ásamt myndatökumönnunum í hinni björtu og þöglu stofu. Því næst var hurð- inni hrundið upp, Morales kom inn, og að því búnu luktust dyrnar hljóðlaust á hæla honum. Hann leit fyrst óttasleginn á ljóslcastarana og kvikmyndavélarnar, en starði því næst á litla manninn, er sat við skrif- borðið. Ótti og slcelfing voru mörkuð í svip lians. — Standið þér hérna fyrir framan skrifhorðið, Morales! mælti Diaz. Morales nálgaðist skrifborðið, titrandi á beinunum. Diaz virti hann gaumgæfilega fyrir sér. Járnfurstinn frá Andes — nafngift, sem Morales iiafði verið heldur en elcki hreykinn af — hafði breytzt mikið, síðan hann var hnepptur í varðhald. Þessi hnar- 'reisti maður var nú bevgjulegur, augu hans voru sljó og halcan, sem áður hafði skagað fram og verið eins konar vörumerki á þessari virðu- legu persónu, var nú ekki framar neitt herská að þvi, er virtist. — Vinir yðar úr sendisveitunum hafa verið hér, mælti Diaz stillilega. Það glaðnaði sýnilega yfir Morales við þessar upplýsingar, en hann svar- aði engu. — Þeir vilja láta okkur þyrma lífi yðar, hélt Diaz áfram. — Þeir hafa gefið í skyn, að ef þér verðið drep- inn, geti farið svo, að nokkur drátt- ur verði á því, að hið nýja stjórnar- fyrirkomulag okkar öðlist viður- kenningu. — Mér er gersamlega ókunnugt um allt þetta, herra Diaz, mælti Morales með hásri röddu. — Ég sver það við alla heilaga menn! — Ég er viss um, að það er rétt, anzaði Diaz þurrlega. — Þeir gera þetta i viðurkenningarskjmi fyrir þá greiðvikni, sem þér hafið auðsýnt þeim á kostnað landsins okkar. Að minnsta kosti sagði ég þeim, að ég gæti ekki tekið neitt tillit til sliks. — Herra Diaz! — Ég hef ekkert vald, Morales,

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.