Samtíðin - 01.05.1944, Page 18
14
SAMTÍÐIN
r»jó8in heimtar, að þér verðið liflát-
inn, hvað sem öllu öSru líSur. jHún
getur ekki gleymt tíu eymdar-, ör-
birgSar- og kúgunarárum. Húu fær
ekki gleymt fangelsinu i San Jose,
þar sem svo margir menn voru pínd-
ir til dauSa og líkunum því næst
varpaS út fyrir fangelsismúrinn, svo
aS hákarlarnir gætu rifiS þau i sig.
— Mér er öldungis ókunnugt um
allt slíkt. Undirmenn mínir---------
— Tveir af bræSrum mínum sættu
slíkum örlögum, Morales, mælti Diaz
stillilega og þreif um leiS áfergjulega
til skammbyssunnar í vasa sínum.-
Ég fidlyrSi, aS mér var ekki kunn-
ugt um neitt slikt. í hinu bjarla Ijósi
virtist andlit lians náfölt af ótta.
— Goll og vel, en þjóSin áfellist
ySur. Hún heimtar hf ySar.
Herra Diaz, ég grátbæni ySur
Diaz reis á fætur og vatt sér fram
fyrir skrifborSiS. Hann virtist held-
ur lágur í loftinu, þar sem hann stóð
andspænis tröllinu Moi-ales. Enda
þótt hann væri meS skammbyssu i
hendinni, var hann síður en svo ægi-
Iegur ásýndum.
— Ef ég ætli aS láta framkvæma
aftöku ySar á almannafæri, mundi
ég ávinna mér milda óþökk alþýS-
unnar í landinu, sem mundi streyma
lil aftökustaSarins hvaðanæva að,
frá fjallaþorpunum og úr hinum
fjarlægustu frumskógum, til þess
að horfa á liflát yðar. Og þeir, sem
ekki kæmust nógu nálægt sjálfum
aftökustaðnum, mundu verða hæði
reiðir og vonsviknir. Það er ekkert
smáræðis hatur til yðar, sem fólkið
elur í brjósti sér.
Morales stóð þarna alveg högg-
dofa og mátti ekki mæla. Svitinn
spratt út á gagnaugum hans eins og
stórir daggardropar.
-— Ég ætla mér ekki að láta neinn
verða fyrir vonbrigðum, mælti Diaz.
— Allir skulu fá að sjá liflát yður.
Þess vegna hef ég þessar kvikmynda-
tökuvélar hér við liöndina. Ég ætla
sjálfur að vinna á yður, og þær munu
hirta allri þjóðinni það, sem hér ger-
ist, svo að hver maður megi sjá það.
jHann Ivfti marghleypunni og mið-
aði henni á höfuð Moralesar.
— Herra Diaz! Þetta er morð!
Konan mín-------fjölskylda mín! —
— Þau eru öll heil á húfi í Brasil-
íu og hafa þar nóg fyrir sig að leggja
af því fé, sem þér stáluð frá land-
inu okkar. Ætlið þér ef til vill að
biðjast fyrir?
Morales flevgði sér endilöngum á
gólfið.
— Herra Diaz, ég grátbæni yður!
— Ekki er ég neinn guð, mælti
Diaz.
Morales skreiddist til hans og
reyndi að gripa um fótleggi hans.
Táraflóðið streymdi niður eftir von-
leysislegu andliti hans. Hinn stór-
vaxni likami hans virtist engjast
sundur og saman.
— Miskunnið mér! æpti hann.
Miskunnið mér! Ég má ekki deyja —
má ekki deyja!
— Rísið þér á fætur, mælti Diaz
byrstur.
Fingur hans þrýsti gikkinn á
skamínbyssunni. Þessi auðvirðilega
raggeit hafði liflátið tvo af bræðrum
hans, og raddir þeirra hljómuðu i
eyrum lians og æptu á hefnd,