Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 20

Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 20
16 SAMTÍÐIN HALLDÓR STEFÁNSSON forstjórl; TILLAGA - OG STUTT SAGA Ávarp og tilsvör, orðtök, spakmæli og málshættir (ísl.) í óbundnu máli og á bragtungu. ÓGRYNNI er til af snjöllum til- svörum úr daglegu lífi og við- skiptum ísl. alþýSumanna, sem og lærðra manna, ýmist í bundnu máii eSa óbundnu. Margt af því er skráS viSsvegar eSa preniaS, en hvergi sam- fellt. Al'margt mun og lifa í minni og á vörum manna, en fyrnist eSa gleymist og glatast, nema safnaS sé og bókíest. Til þessa efnis gæti einnig talizt orStök, sem festst hafa í málinu, spakmæli og málshættir. Allt er þetta ýmist rÍTnaS eSa stuSlaS og má því teljast bundiS mál. Hér til gæti einn- ig talizt viSlög viS danskvæSi og þjóSkvæSi. Lýsir allt þetta efni lífs- viShorfi eSa lífsspeki þjóSarinnar, at- hugunaL- og ályktunarskarpleik, vits- munum, skanferS, orSliegurS tung- unnar og IjóSkynngi þjóSarinnar. Margt hefur ómerkara veriS selt i bækur á landi hér en ef safnaS væri og haglega saman sett, meS viS- eigandi skýringum um aldur og upp- runa, úrval úr þvi, sem bezt hefur veriS sagt og snjallast i þessu efni. Söfnun og úrval þessa efnis væri mikið verkefni fræðimanna eða fræðimanns og einnig mikið og gott viðfangsefni fvrir athafnasaman út- gefanda. StæSi næst, að annað hvort BókmenntafélagiS eða bókaútgáfa MenningarsjóSs og Þjóðvinafélags- ins stæði fyrir útgáfunni. Til framkvæmda myndi það einna líklegast, að útgefandi semdi við einn eða fleiri aðalsafnara (ritstjóra), er svo, samhliða eigin söfnun, efndi til samstarfs við almenning um söfn- un þess, sem lifir aðeins í minni eða á vörum. Að hinu má ganga vísu, sem skráð er eða bókfært. Fyrsta útgáfa væri hentast, að kæmi út í heftum. í næstu útgáfu væri svo hægt að raða efninu og flokka það, eftir því sem benta þætti. Þetta myndi geta orðið mikið safn og merkilegt. „Stuttur og stinnur — langur og linur.“ SNT0 VIRÐIST sem metingur nokk- ur liafi komið fram í almenn- ingsálitinu um það, hvort hár líkams- vöxtur eða lágur væri mönnum lient- ari. Hefur hvort um sig verið talið Iiafa sér til ágætis nokkuð og þótt mega á milli sjá. Þó má skilja það, að hár vöxtur hefur þótt hafa vinn- inginn að öðrU jöfnu. Stuttu mennirnir liafa þá leitað sér ráðs í sartikeppninni við háu menn- ina og tengt við vaxtarhæðina eigind- ir eða einkunnir. Við háa vöxtinn hafa þeir tengt eigindina „linur‘‘ en við lága vöxtinn eigindina „stinnur“. Nokkur stoð mun hafa þótt fyrir þessum fylgieinkennum vaxtarins í reynslunni, sbr. það, að ör og mikill vöxtur er að jafnaði talinn lausari og ótraustari að vefjabyggingu en seinfær vöxtur og smáger.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.