Samtíðin - 01.05.1944, Síða 21
SAMTÍÐIN
17
Eftir að búið var að tengja þessar
einkunnir við vöxtinn, hefur dóm-
urinn ekki þótt vafasamur. Hann
birtist í hinu kunna orðtaki: „Betri
er stuttur stinnur en langur linur,
sem líka á stundum er orðað þannig:
„Betra er að vera stuttur og stinnur
en langur og linur.“
Ég tilgreini nú eitt dæmi úr „líf-
inu“ um það, hvernig menn hafa
leikið sér með þetta ágreiningsefni
um hæðarvöxtinn í gamni og al-
vöru, en þó græskulaust:
Tveir menn voru á gangi saman,
annar lágvaxinn, en beinvaxinn og
stæltur i líkamstilburðum, liinn
fremur hár og grannur með „linan“
vöxt, og hætti þá til að hera sig
ekki vel, og svo mun þá liafa verið
í þetta sinn.
„Stutti“ maðurinn hóf máls og
segir:
„Álútur stendur, álútur gengur,“
„Langi“ maðurinn skilur strax
skensið eða áhendinguna, réttir úr
sér og svarar um hæl:
„uppréttur getur verið samt.
En til er einn stuttur, teinréttur
drengur,
sem tejrgir úr sér, en — nær þó
pkammt.“
(Mennirnir voru Guðjón Jónsson snikk-
ari á Reyðarfirði (,,stutti“) og Ólafur
Jónsson framkvæmdarstj. Ræktunarfé-
lags Norðurlands á Akureyri (,,langi“).
Þeir eru náfrændur og vinir með frænd-
semi, hagmæltir vel og má kalla afreks-
menn, hvorn á sinu starfssviði).
Þeir, sem nota
„iM,'lo" sá.puna
einu sinni, nota hana aftur.
YMSIR UPPLESARAR vilja láta
liafa það mikið við sig, að leik-
ið sé á liljóðfæri undir upplestur
þeirra. Um þetta fyrirbrigði farast
W. E. Williams þannig orð i hinu
heimskunna, enska útvarpstímariti
„The Listener“:
„Sú brella sumra útvarpslesara, að
láta spila undir lestur sinn, fer mjög
í taugarnar á mér. Ef það, sem þeir
flytja, er éinhvers virði, vil ég ekld
láta spilla þvi með flautu- eða fiðlu-
leik „hak við“ hið talaða orð. Látum
það vera, þó að spilað sé eitthvað á
undan og eftir upplestrum þessara
manna eða jafnvel þótt þeir hafi
millispil milli kvæðanna, sem þeir
flvtja! En hljóðfærin verða fyrir
hvern mun að þagna, meðan á flutn-
ingi orðsins listar stendur.“ — Þann-
ig fórust þessum manni orð.
Frúin: — Hér er nokkuð sniðugt
auglýst, tölulaus nærföt.
Maður hennar: — Ekki hef ég
nú kynnzt öðruvisi nærfötum sið-
ustu árin.
Tilvonandi brúðgumi: — Hve
mikið kostar leyfisbréf?
FuIItrúinn: — 33 krónur.
Tilvonandi brúðgumi: — Anzans
vandræði, ég hef ekki nema 25 krón-
ur á mér.
Fulltrúinn: — Þér eruð áreiðan-
lega gæfumaður.
Góðir skór þurfa gott viðhald. —
Landsins beztu skóviðgerðir hjá okk-
ur. — S æ k j u m. S e n d u m.
SIGMAR&SVERRIR
Grundarstíg 5. — Sími 5458.