Samtíðin - 01.05.1944, Síða 25
SAMTIÐIN
21
Andsvar
Herra Halldór Stefánsson forstj.
gerir í síðasta hefti Samtíðarinnar
athugasemd við grein mina í 2. liefti
ritsins þ. á.
jH. S. kann illa við, að ég kalli lög
um Kreppulánasjóð lög, sem heim-
iluðu hændum að svíkja þá, sem
iiöfðu hjálpað þeim. Um hina sið-
ferðislegu hlið þessara laga getur H.
S. vafalaust fengið glöggar upplýs-
ingar hjá einhverjum þeim, sem áttu
hjá bændum þær miljónir króna,
sem voru strikaðar út.
H. S. vill ekki, að ég kalli uppgjör
bænda í Kreppul.sj. nokkurs konar
gjaldþrot, heldur nauðasamninga.
Til upplýsinga fyrir H. S. vil ég segja
þetta: Nauðasamningar eru þvi að
eins gerðir, að skuldari sé kominn
í gjaldþrot. Ef skuldari fær nauða-
samninga, á þó fyrir skuldum, en
leynir eignum við nauðasamninga-
gerðina, þá er um að ræða sviksam-
iegt atliæfi skuldara. Nauðasamning-
ar eru því nokkurs konar gjaldþrot.
Hið furðulega við Kreppul.sj. var
það, að liann sýndi, að ein fjölmenn-
asta stétt þjóðfélagsins var þannig
komin í greiðsluþrot sem heild.
Annars var uppistaðan í grein
minni sú, að henda á hið hörmulega
ástand í atvinnu- og fjármálarlífi
þjóðarinnar á árunum 1930 til 1940,
og að það væri æskilegt, að við gæt-
um eitthvað lært af reynslunni frá
því tímabili, svo að við sykkjum ekki
í sama foraðið aftur, en ekki það,
hvernig hægast hefði verið að bjarga
málunum við á umræddu tímabili.
A11 s k o n a r
rafvéla-
viðgerðir
viðgerðir og nýlagnir
í verksmiðjur,
hús og skip.
H.f. SEGULL
Nýlendugötu 26.
Reykjavík.
Sími 3309.
NINON
Samkvæmis-
°g
Kvöldkjclar.
Eftirmiðdagskjólar.
Peysur og pils.
Vatteraðir silkisloppar
°g
Svefnjakkar.
Mikið lita-úrval.
Sent gegn póstkröfu
um allt land. —
Bankastræti 7.