Samtíðin - 01.05.1946, Side 7

Samtíðin - 01.05.1946, Side 7
SAMTiÐIN Maí 1946 Nr. 122 13. árg., 4. hefti ÖTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. BLESSAÐA, yndislega vor! Enn ertu komið til norðlæga eylandsins okk- ar, sveipað langdegi og bjartnættinu, sem við höfum þráð af heilum hug, síðan myrkrið lagðist yfir landið síðastliðið haust. Engan gest hafa íslendingar í raun og veru þráð eins og þig á hverju ári, öld eftir öld. Sú var tíðin, að íslenzka þjóðin kom hvert einasta vor langsoltin, örþreytt og kramin undan fargi vetrar- ins. Þá var kaupsigling vorsins oft eina bjargarvonin hjá hinum sárþjökuðu íbú- um þessarar verstöðvanýlendu erlends kaupþrælkunarvalds. Skáldin okkar, þessar óvenju viðkvæmu sálir, sem efnishyggjan hefur löngum einna sízt megnað að breyta í sálardofn- ar, stritandi vélar, hafa fagnað vorinu fyrir hönd okkar hinna, sem ekki kunn- um að orða okkar dýrmætustu kenndir í bundnu máli. Þorsteinn Gíslason ávarp- ar sjálfan vorhimininn í þessum yndis- legu Ijóðlínum, sem margir vildu kveð- ið hafa: Þú ert fríður, breiður, blár, og bjartar lindir þínar; þú ert víður, heiður, hár sem hjartans óskir mínar. Það var engin tilviljun, þó að íslenzka vorheiðið orkaði þannig á þetta prúðakarl- menni, einn sannasta vormanninn í menn- ingarbaráttu sinnar samtíðar. Því norðar sem þjóð er búsett á þess- um hnetti, þeim mun betur kann hún að meta komu vorsins. Norðmenn byggja land, sem að vetrarlagi „agar“ þá „strangt með sínu ísköldu él“, enda kunna þeir flestum þjóðum betur að meta vorkom- una og afleiðingar hennar í ríki náttúr- unnar. Við skynjum hamslausan fögnuð- inn í tónsmíðum þeirra Griegs og Sind- ings, sem helgaðar eru vorinu (Til vors- ins, Vorkliður). En af norskum ljóðskáld- um, sem mörg hver hafa ort athygliverð kvæði til vorsins, finnst mér engum hafa tekizt betur en Björnstjerne Björnson, sem elskaði vorið svo heitt og innilega, að hann kvað: Jeg giver mit digt til váren, skjþnt endnu den ej er báren. Björnson orti þessi alkunnu, ógleyman- legu erindi: Jeg vælger mig april I den det gamle falder, i den det ny fár fæste. Det volder lidt rabalder; — dog fred er ej det bedste, men at man noget vil. Jeg vælger mig april, fordi den stormer, fejer, fordi den smiler, smelter, fordi den evner ejer, fordi den kræfter vælter. I den blir somren til. fslenzku skáldin myndu nú líklega frem- ur kjósa sér maí en april, af skiljanleg- um ástæðum, því að vorið kemur seinna til íslands en sunnanverðs Noregs, og í aprílbyrjun er landið okkar oft ófrítt og grett eftir hamfarir vetrarins. Hér sumrar svo seint á stundum! Þótt sólin hækki sinn gang, þá spretta’ ekki laufin í lundum né lifna blómin um foldarvang, því næturfrost og nepjur oft nýgræðinginn fella — ei’ns og skáldið segir. En í maímánuði kemur vorið til íslands, þrátt fyrir óverð- skuldaða þyrkinga og kuldanæðinga, ein- att með fannkomu í sumum héruðum lands- ins. Þá verður hið íslenzka sumar til. Tvö undanfarin vor hafa orðið okkur ó- gleymanleg gleðitíð: 1944, er við endur-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.