Samtíðin - 01.05.1946, Page 10

Samtíðin - 01.05.1946, Page 10
6 SAMTÍÐIN ÁSTRÍÐUR G. EGGERTSDÓTTIR GRAFREITIR VDRIR □ G GRÓANDINN Ástríður G. Eggertsdóttir FÁTT GETUR unaöslegra en að nálgast strendur ættjarðarinnar eftir langa fjarveru. Allt neikvætt er þaggað; eftir lifir aðeins ómur gleðisöngsins: Heim, heim, því að heima er bezt að vera. Þannig er hugblær liins sanna sonar, sem skynjar hin órjúfanlegu tengsl fóst- urjarðarinnar. Allt, sem gleður, allt, sem hryggir, slær því djúpt á strengi hans viðkvæmu sálar. Kjrkjugarðarnir okkar eru eitt af því, sem hefur snortið mig djúpt, ekki einungis vegna þess, að þeir geyma minningu margra genginna kynslóða, lieldur og vegna hins, að mér finnst jreirn ekki nægur sómi sýn'dur. Ég dvaldist i franrandi landi. f fjarveru minni lézt móðir mín hér heima og var jarðsett í grafreit sveitarinnar. Ég kom þar um kvöld. Það var sem um Ieiði liennar hefði verið farið með plógi, og enginn liafði lagt þar eina einustu kveðju- rós. Hugurinn hvarflaði til .landsins, sem ég var nýkomin frá. Þar höfðu kirkjugarðarnir vakið einna mesta aðdáun mína. Þangað lagði ég leið mína, þegar ég þráði fegurð og ró. Þar var allt umvafið yndis- legum gróðri, og þeir voru skipu- lagðir sem litlar horgir — litlar sof- andi borgir. — Einn dagur að vori var kallaður minningardagur. Þá fóru allir með blóm á leiðin sín, og margir fóru með svo mikið, að hægt væri einnig að leg'gja þau á leiði hins óþekkta. Þannig varð allur kirkjugarðurinn fagurlega skrýdd- ur fjöllitum blómum, og trén stóðu með ljósgrænu, nýju brumi eða laufi, ógleymanleg yndissjón, nokk- uð, sem ekki er hægt að lýsa, að- eins að njóta. Hversu mikil andstæða er van- liirtur og fegurðarsnauður kirkju- reitur? En þannig eru allt of marg- ir kirkjugarðarnir okkar. Ég hef heimsótt tvö islenzk skóla- setur. Þar eru kirkjugarðar. f öðr- um þeirra ber mest á ryðguðum járnkrossum, og slcipulagi óg rækt-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.