Samtíðin - 01.05.1946, Síða 18

Samtíðin - 01.05.1946, Síða 18
14 SAMTlÐIN sýnt á hin ævagömlu hús og annað það, sem fyrir augu niín har, að ég gleymdi að lokum líðandi stund og livarf á töfravald þessara minja löngu liðins tima. Að visu liafði ég oft séð gömul hús áður, í þeim horg'- um og hæjum, er ég dvaldist í í Eng- landi, en aldrei fyrr höfðu þau heill- að mig með slíku seiðmagni og gömlu húsin í fæðingarbæ skáldjöf- ursins mikla. Saga þeirra er mörkuð gegnum margar aldir. Þau eru þögull vottur um líf og starf kynslóðanna, sem hér hafa átt sér samastað. Hver krók- ur og kimi geymir leyndarmál um ævintýri fólksins, gleði þess og sorg- ir. Þessi hús eru þrungin enduróm- um ótal atvika frá liðnum öldum. Ég staðnæmdist fyrir framan hús nokkurt, sem var vel málað, gult að lit með svörlum þverbitum. Það slútti fram yfir gangslétlina, og á það var letrað: „Harvard House (1596). Uppgert, búið húsgögnum undir stjórn frú Marie Corelli. I fyrstu iieimili Katli- erine Rogers, móður John Harvard, stofnanda Harvard háskóla í Banda- ríkjunum. Gefið Harvard-háskóla af Edward Morris og húsinu hald- ið við af tekjum ekkju hans. — Aðgangur sex pence.“ Ég tók í hurðina. Hún var lok- uð. Þá gekk ég leiðar minnar. Ekki varð séð, hvenær húsið væri opið, og mér hugkvæmdist ekki að spyrj- ast fyrir um það. Ég hrökk upp úr dagdraumum mínum af áhrifavaldi gömlu húsanna við það, að á vegi mínum varð snotur ungur maður, sem ávarpaði mig og spurði, hvort ég væri að leita að einhverju. Ég svaraði því játandi og kvaðst vera að leita að húsinu, sem Shakespeare hefði átt heima í. Maðurinn hrosti glaðlega og bauð mér samfylgd sína. Hann kvaðst vera að fara til bóka- safnsins, sem væri í næsta húsi við það, er ég væri að leita að. Við kynntum hvor annan og sögðum, livað við hefðum fyrir stafni. Hann hét Leonard Lyndon, og var leik- ari. Þegar við komum að húsi Shake- speare’s, var það einnig' lokað og skyldi ekki opnað fyrr en Iclukkan þrjú, en nú var hún um tvö. Heppn- in virtist þvi ekki vera með mér. Og mi fór ég að paga mig í hand- arbökin út af ])ví að ég skyldi ekki hafa farið í leikliúsið þegar í stað, í stað þess að ráfa um bæinn og koma að öllu læstu. Við svo húið mátti ekki standa. Ég spurði leik- arann, hvar gröf Shakespeare’s væri, og kvöddumst við síðan. Gröf Shakespeare’s er i kór kirkj- unnar: The Collegiate Church of the Iloly Trinity. Við hægri hlið hans hvílir kona hans, Anne, dáin 1623, við vinstri hlið hans hvílir Thomas Nash, fyrri maður Élizahetar dótt- urdóttur Shakespeare’s, d. 1647. Þá hvilir þar John Hall, tengdasonur Iians, d. 1635, og svo Susannah, eldri dóttir skáldsins, kona Jolin Hall, d. 1649. Ég stóð lengi og liorfði á graf- irnar. Það er ekki Ieyfilegt að fara inn í kórinn. Vinstra megin í hon- um er almynd af Shakespeare úr marmara. í kirkjunni er m. a. skírn- arlaug, sem sjáanlega er komin til ára Sinna. Á henni stóð: „Gömul, gqtnesk skírnarlaug frá 15. öld, nol-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.