Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN riiður og hann dreginn til iiliðar, en næsta sviði rennt inn, og þannig koll af kolli. ef um sviðskiptingar er að ræða. Þar er og sjálfstæður, þykkur bakveggur, sem notaður er við að dýpka eða grynna leiksviðið. Veggur þessi er um hálf önnur smá- lest að þyngd og þarf þó aðeins einn mann til að flytja hann til og frá. Þetta virðist mjög lientngt fyrir Shakespeare’s leiki, þar sem oft þarf að skipta um svið, og eru þá mismunandi Ijósagerðir notaðar á bakvegg þennan. Rúmgóð hún- ingaherbergi eru fyrir leikarana, og eru þau Iiöfð uppi. Þar eru og hað- herbergi, og eru að því mikil þæg- indi. Saumastofa er þar og sérstök búningaherbergi með búningum í Sbakespeare’s-leikrit, og stendur á dyrum þeirra: Hamlet, Kaupmað- urinn i Feneyjum, Macbeth o. s. frv. Teiknistofa fyrir málara er að sjálfsögðu einnig þarna. Við gerð leiktjalda er notuð að- ferð, sem Bretar nota mikið, en liún er sú, að mála á tjöldin reist upp, en í Evrópu eru þau yfirleitt mál- uð á gólfi. Öryggistjald mikið er fyrir leiksviðinu, svo sem tíðkast í því nær öllum leikhúsum í Eng- landi, til varnar því, ef eldur skyldi brjótast út. Vanalega eru þessi tjöld höfð niðri, áður en sýning hefst, og í sumum leikhúsum i hléum. I Shakespeare-Memorial-Theatre er fagurt öryggistjald, málað af rúss- neska leiktjaldamálaranum Vladi- mir Polunin. Leikritið, sem sýnt var, var eftir Shakespeare og hét: Much ado ahout nolliing. Er leiknum var lok- ið, liitli ég Mr. Savery, þakkaði hon- um og kvaddi liann. Nú var dvöl min í þessum yndislega bæ brátt á enda. Ég lagði nú leið mína í átt- ina til stöðvarinnar. Er þangað kom, mundi ég allt í einu eftir matar- bögglinum, sem Robinson hafði út- búið fyrir mig, og settist ég nú inn á stöðina og tók að snæða. Það rigndi stöðugt. Lestin fór um kl. sjö. í klefan- um, er ég lenti í, var margt fólk, þar á meðal ung og lagleg stúlka, sem hafði komið í lestina i Strat- ford. Við sátum livort á móti öðru við gluggann. Með okkur tókust við- ræður, sem byrjuðu auðvitað á veðrinu og enduðu í Northamp- ton með því, að hún spurði, hvort ég væri ekki frá íslandi. Ég kvað það vcra og lét i ljós undrun mina yfir þvi, að hún skyldi vita það, „Jú,“ sagði hún, „ég hef oft séð þig koma og fara úr leikhúsinu hérna með Robinson, og ég vissi, að ís- Jendingur var þar.“ Svo kvöddumst við. Er ég kom þangað, sem ég bjó, var mér tekið vel og færður góður beini. Svo spilaði ég nokkur lög á slaghörpuna, og einnig léku þeir Ro- binson og bróðir hans fjórhent lög eftir Dvorak. Um ellefuleytið var ég kominn í rúmið. Þar með var liann á enda, þessi dagur, sem ég mun jafnan minnast með þakklæti. Þrátt fyrir rigningu og það, að ég hafði misst af mörgu, er mig lang- aði til að sjá, mun dvölin í Strat- ford verða mér ógleymanleg. Útvegið Samtíðinni nýja áskrifendur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.