Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Hér er sagt frd sálarástandi hermannsins, áöur en orrustan hefst. T3 ÁÐINN OG REYNDUR hermað- ur veit fullvel, að hver einasti inaður er hræddur, áður en hann leggur út í orrustu. Hendur hans tilra, liann er þurr í hálsinum, og hann verður alltaf að vera að kingja, því að „hjartað er alveg komið upp í munninn á honum.“ Hann hefur enga eirð í sínurn beinum. Alltaf er hann að gæta á úrið sitt, og svo er hann í sífellu að ganga úr skugga um, að riffillinn lians sé hlaðinn. Nýliði, sem aldrei liefur áður á vígvöll komið, kann að ímynda sér, að hann einn sé svona kvíðafullur. En það er nú öðru nær. Gamli her- maðurinn er ekki hótinu betri. Og sama máli gegnir um óvinina. En þegar orrustan er liafin, víkur geig- urinn fyrir ákafanum, haráttuhitan- um upp á líf og dauða. Tilhugsuniii um hardaga er ægi- legust, þegar menn eru slíku óvan- ir með öllu. Þegar hermaðurinn venst skothríðinni og sprengingun- um, venst því að horfa á menn engj- ast sundur og saman i dauðateygj- unum, öðlast liann smám saman stvrk til að hjóða öllp þessu byrg- inn. Það er ekki svo að skilja, að ótti hans hverfi með öllu, en hon- úm lærist smám saman að kefja hann með því að hafa hugann allan við sitt ægilega starf. Og ef hann er vel vopnum búinn og veit, að hon- um er í lófa lagið að tortima óvin- um sínum, öðlast hann brátt nauð- synlegt traust, sem útrýmir óttanum að mestu leyti. Þá veit hann, að hrátt muni það verða óvinur hans, sem verða muni hræddur, svo -að um munar. Ef menn eru haldnir langvarandi hræðslu, getur svo farið, að taugar þeirra guggni algerlega. Hræðsla er siðspillandi, heinlínis svívirðileg. Hún útrýmir siðferðisþreki manna. Hún getur látið menn stirðna upp, gert þá óbifanlega eins og illa gerða dauða hluti. Engu að síður getur slíkt komið hermönnum að góðu haldi, áður en þeir leggja út í eld- inn. Það getur aukið á baráttuhæfni þeirra, því að óttinn gerir manninn hæfari til að berjast. Hjartað slær hraðara og dælir hlóðinu örara út í handleggi og fætur og til heilans, þar sem súrefnis er þörf. §tarf lungnanna örvast, blóðþrýstingur- inn eykst. Hin mannlega vél — lík- aminn — verður miklu starfhæfari en ella. Og hræðslan gagnar ekki einvörðungu einstaklingunum, held- ur og hernum i heild sinni. Hún hefur sama hlutverk og rauða Ijós- ið á járnbrautunum; hún gerir að- _ vart um yfirvofandi hættu og eykur varfærni manna. Það er stundum hýsna örðugt fvr- ir hermann, sem er gagntekinn af hræðslu, að leggja út í bardaga. Til að byrja með virðist hræðslan ekki ætla að hverfa. Á þessu er þjálfun þeirri, sem hann hefur öðlazt við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.