Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 TAGE AMMENDRUP: Úr Englandsför sumarið 1946 Tage Ammendrup f|VERNIG ERU Englendingar, þjóðin, sem reynzt hefur jafn- róleg í hættuni og þjáningum heims- styrjaldarinnar og eftir að sigur var unninn?“ Eitthvað á þessa leið hugs- ar sá, sem kemur til Bretlands í fyrsta sinn. Við stígmn út úr flugvélinni i Prestwick í Skotlandi, og tollþjónn spyr: „Hvað hafið þér i töskunum, herra? Vindlinga, áfengi?“ „Fimm pakka af vindlingum." „Allt i lagi,“ svarar tollþjónninn brosandi. Þegar vegabréfið hefur verið við- urkennt, litast ferðamaðurinn um og kemur auga á fagran blómagarð úti fyrir tollstöðinni. Hann lætur í ljós aðdáun sína á garðinum. Og eftir- litsmaðurinn útskýrir fyrir honum, að garðurinn eigi að verða staðar- prýði, þegar gróðursett hafi verið þar tré hér og hvar. — Hlýlegar kveðjur. Næst er járnbrautarferð til Glas- gow og þaðan skal haldið með næt- urlest til London strax í kvöld. Glasgow er ekki beinlínis aðlað- andi í þoku og kalsaveðri, og Clyde gamla er ljót á litinn í kvöld. Þegar á járnbrautarstöðina kemur, er þar löng biðröð frá miðasöluopinu, og allt þetta fólk ætlar með næturlest- inni til London eða áleiðis þangað. Sumt fólkið situr á ferðatöskum sin- um, þvi að biðin er löng. Fólk sést þarna með kornung börn i fanginu. Allir eru rólegir, og engar stymping- ar þekkjast á slikum stöðum. Fólk er orðið vant biðröðunum. Samgönguörðugleikarnir eru um þessar mundir eitt hið mesta vanda- mál Englendinga. Svefnvagnar þekkjast ekki. Menn húka í sætum sínum þetta 10—12 klst. án þess að fá vott eða þurrt að undanskildum tesopa á einhverri stöðinni. Og 1. far- rými þessara lesta má líkja við 3. far- rými leslanna á Norðurlöndum. En Englendingar kvarta ekki. „Eftir 2—3 ár verða járnbrautarlestir okk- ar orðnar jafnfullkomnar lestum annarra þjóða,“ segja þeír. Hin óbil-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.