Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐIN
andi bjartýni þeirra lætur ekki að sér
liæða. Það er hún, sem liefur átt
drjúgan þátt í að gera Bretland að
Iieimsveidi. Napóleon mikli gaf Eng-
iéndingum þann vitnisburð, að þeir
væru of vitlausir til að skilja, að þeir
liefðu tapað stríði. Á svipaða lund
þrumuðu þýzku áróðursmennirnir í
siðustu heimsstyrjöld. En hvernig
fór ? Englendingar sigruðu með bjart-
sýni sinni og ró. Stundum bafa þeir
það til að tapa öllum orrustum
nema þeirri siðustu.
JþEGAR TIL London kemur, virð-
ast skemmdirnar af völdum
stríðsins ekki mjög miklar við fyrstu
sýn. En ef betur er að gáð, sést, að
framhlið húsa er oft uppi standandi,
en bak við eru rústir. 1 þvi sambandi
langar mig til að segja frá eftirfar-
andi atviki:
Ég heimsótti vin minn í skrifstofu
lians. Er ég liafði setið þar nokkra
stund, gat ég ekki annað en kvartað
undan þeim milda dragsúgi, er var
i stofunni. Orðalaust reis vinur minn
úr sæti sínu og opnaði hurð. Kom þá
í ljós, að öll bakhlið hússins var
horfin. „Ég hafði hér áður 4 skrif-
stofulierbergi auk þessa. Þau gereyði-
lögðust eina loftárásarnóttina, og þar
með missti ég mestan hluta eigna
minna. En við hjónin sluppum heilu
og höldnu. Og undan hverju er þá
að kvarta ?*.* Því næst tók þessi sextugi
maður að lýsa framtíðaráætlunum
sínum, sem livorki voru fáar né smá-
ar, og satt að segja undraðist ég liið
óbilandi hugreklu bans. Englendingar
sækja sér sálarstyrk i fastheldni við
gamla siði, enda munu þeir vera ein-
hverjir vanaföstustu menn, sem nú
eru uppi.
London er borg gífurlegra and-
stæðna, eins og vænta má. Þar skipt-
ist á fádæma auðlegð og sárasta fá-
tækt, stærilæti og stimamýkt. 1
þessari liorg liafa margar næsta af-
drifarikar ákvarðanir verið teknar.
Þangað hefur margur litið með lotn-
ingu, heillaður mikilleilc borgarinnar
á Temsárbökkum.
Útlendingar í London kvarta nú
einna helzt undan lélegum mat og
skorti á hreinlæti i gistihúsunum.
Nokkrir samferðamannanna héðan
að heiman liöfðu með sér hangikjöt
o. fl. góðgæti. I fyrstu var ég nú satt
að segja hálfhneykslaður á slíku, en
eftir nokkurra daga dvöl í London
liefði ég glaður viljað gefa ríflegan
skilding fyrir ærlega liangikjötssneið.
Satt að segja er mér það hulin ráð-
gáta, Iivernig Englendingar fara að
því að lifa sæmilegu lifi og halda
fullum starfskröftum til lengdar með
því viðurværi, sem þeir liafa. Það
væri sannarlega lærdómsríkt mat-
vöndu fólki að fara til Englands og
kynnast mataræði brezku þjóðarinn-
ar nú á tímum.
Menn spyrja: „Er London mikið
skemmd eftir loftárásir Þjóðverja?“
Því verður að svara játandi. Þó að
endurreisnarstarfinu miði furðu vel
áfram, eru rústirnar geigvænlegar,
og ofan af St. Pálskirkjunni gefur
sýn yfir miklar skemmdir í nágrenni
þessa fagra guðshúss. East-end er
einnig herfilega leikinn. En London
er fljót að sleikja sár sin, og Eng-
lendingar segja með sinni venjulegu
bjartsýni: „Eftir fimm ár skulu hér