Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRL N SÖGÐU: SIGURÐUR NORDAL: „í hverj- um manni, sem sækir fram, er ein- hver brestur, allir bera þunga ein- hverrar erfðasyndar, alls staðar kasta dýrseðlið og tregðan einhverj- um skugga. Hugsjónir vorar eru mörgum dagleiðum á undan viljan- um og viljinn á undan getunni“. — ----„í sögum, sem eru listaverk, er sleppt öllu því, sem óþarft er, og að- eins þeir drættir teknir, sem lýsa og auðkenna. Þær sýna bylgjufaldana í öldungangi sálarlífsins og láta les- andann um að skilja, hvað á milli og undir býr. Ef hann er svo sljóskyggn að eðlisfari eða sljóvgaður af lestri annars konar bókmennta, að hann sjái ekki neitt, neiti því, að nokkuð búi undir, þá er sökin hans og sam- tímans, en ekki sagnaritaranna.“ — — „Þegar full öld er liðin frá fæð- ingu rithöfundar, er skilningur manna á honum og bókum hans venjulega kominn í sæmilegt horf og dómarnir farnir að jafna sig. Rit- skýrendur og beztu lesendur hafa þá haft tíma til að breiða út þær skýr- ingar og það mat verkanna, sem al- menningur viðurkennir — að minnsta kosti með vörunum og bókaskápunum. Maðurinn sjálfur er horfinn af leiksviðinu. Hann skygg- ir ekki framar á neinn og af honum er einskis að vænta.“ JOSH BILLINGS: „Menn koma ekki til þín til að leita ráða, heldur til að fá þig til að fallast á skoðanir sínar.“ NÝJAR BÆKUR Knútur Arngrímsson: Lausagrjót. Út- varpserindi, ferðakaflar o. fl., 175 bls., ób. kr. ltí.OO. Ingibjörg Benediktsdóttir: Horft yfir sjónarsviðið. Ljóðmæli. 78 bls., ób. kr. 10.00. Matthías Jónasson: Lokuð sund. Ferða- saga nokkurra íslendinga frá Þýzka- landi. 185 bls., ób. kr. 20.00. Fritz Kahn: Bókin um manninn. Með myndum. Ritstjóri dr. med. Gunn- laugur Claessen. 884 bls., íb. kr. 190.00 og 250.00. Gintran de Poncins: Kabloona. Þetta er ferðasaga frakknesks greifa, sem dvaldist um hríð með Eskimóum i byggðum þeirra i Norður-Ameriku. 279 bls., ób. kr. 26.00, íb. kr. 30.00. Guðjón Jónsson: Á bernskustöðv- um. Höfundur lýsir lifnaðarháttum manna vestur í Gufudalssveit á siðustu áratugum 19. aldar. Formála ritar Ólaf- ur próf. Lárusson. 228 bls., ób. kr. 22.50, íb. kr. 30.00. Stefán Jónsson: Raddir úr liópnum. Þetta eru 10 smásögur úr daglega líf- inu, og hefur höf. áður gefið út 2 smá- sagnasöfn. 199 bls., ób. kr. 22.50, íb. kr. 25.00. Jóhann Kúld: Á valdi liafsins. Bók- in lýsir ungum sjómanni, yolki hans og ævintýrum. 147 bls„ ib. kr. 20.00. Sigurður Helgason: Gestir á Hamri. Unglingasaga með myndum. 86 bls., íb. kr. 12.50. Jón Árnason biskup: Fingrarím. Hér er um að ræða 3. útgáfu af Fingrarími biskups, sem fyrst var prentað í Skál- holti árið 1739. — 25C hls., ób. kr. 25.00. Útvegum allar fáanlegar íslenzkar bæk- ur. Fjölbreytt úrval erlendra bóka. Send- um gegn póstkröfu um land allt. Bdíalái tydL o$ Laugavegi 19, Reykjavik. Sími 505S. Pósthólf 892. mmnlnyar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.