Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.11.1946, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 hve óheppilegur barnabókahöfundur, í venjulegri merkingu þess orðs, hinn uppreisnarsinnaði bóndi á Litlu- Strönd hlaut að vera. Heima i föður- garði var líka til slitur af sögu lians, Upp við fossa, og vantaði drjúgum aftan af, svo upplesin og úr sér geng- in var bókin. Þegar Lestrarbók Sigurðar Nor- dals kom fyrst út, árið 1924, var þvi slegið föstu, að dýrasagan Heimþrá eftir Þorgils gjallanda væri ekkert minna en sígild bókmenntaperla. í inngangsritgerð Lestrarbókar lét Nordal frá sér fara þessi spámann- legu orð: „En mönnum mun ein- livern tíma skiljast, að Ofan úr sveitum eftir Þorgils gjallanda (1892) var hýsna merkilegur áfangi í sögu mennta vorra og menningar. Verk þau, sem siglt hafa í lcjölfar þeirrar bókar: sögur og kvæði Guðmundar Friðjónssonar, þulur Huldu og mik- ið af öðrum kveðskap, sem prentað er á víð og dreif eða alls ekki, — bera því órækt vitni, hvern skapandi mátt sveitamenning vor á i sér fólginn“. Arnór Sigurjónsson liefur séð um þessa útgáfu af verlcum Þorgilss gjallanda, og fylgir henni 192 hls. ritgerð eftir liann um höfund og verk. Um þá ritgerð er í skemmstu máli það að segja, að trúlega liefði einhver öðlazt háskólastig fyrir veigaminni aðalritgerð. Fer hér sam- an hjá Arnóri frábær kunnleiki á umhverfi, aðstæðum, samtíðarmenn- ingu og verkum skáldsins; ríkur skilnirigur á viðhorfi þess til samtíð- arinnar, og er um allt þetta fjallað af mikilli alúð og samvizkusemi. Er mönnum eindregið ráðið til að lesa VICTOR ve^naÉarvöruverzlun Laugavegi 33 — Sími 2236. Hefir á boðstólum allskonar vefnaðarvörur og fatnað á DÖMUR, HERRA og BÖRN. Góðar vörurl Fjölbreytt úrvall F/ð höfuwn: FAGMENNINA VEGGFDÐRIÐ MÁLNINGUNA UJEGJVBOGIJVJV Laugaveg 74, Reykjavík. Sími 2288.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.