Samtíðin - 01.04.1947, Qupperneq 8

Samtíðin - 01.04.1947, Qupperneq 8
4 SAMTÍÐIN erfitt er að fá viðunandi starfsstúlkur, húsmæðrum til aðstoðar, og: að öll höfn- um við, hvað líkamann áhrærir, í sams konar íbúð í kirkjugarðinum, ef við verð- um þá ekki brennd og askan látin i enn minni geymslu en líkkistuna. í sænsku blaði var nýlega rætt í gamni og alvöru um svefnherbergi fólks, sem eru sannarlega mikilvægur hluti af íbúð- um þess, þar sem menn eyða að jafnaði þriðjungi ævinnar í svefnherberginu. Hinn sænski greinarhöfundur sagði eitthvað á þessa leið: Svefnherbergismenningin virðist alveg vera að fara í hundana víða hér í landi. Bæði í sveit og borg fer mjög illa um fólk í rúminu á nóttunni. Nýtízku íbúðirnar í bæjunum valda því, að svefn- bergin eru í þann veginn að hverfa. Nú sefur fólk orðið í alls konar húsgögnum: „ottómönum", legubekkjum, skápum, bað- kerum o. s. frv. Dæmi eru til þess, að matborðum er að næturlagi breytt í hvílu- rúm. Rúmið, þessi staður, sem við dvelj- umst í þriðja hluta sólarhringsins, er á mörgum heimilum það húsgagn, sem reynt er með ýmsu móti að fela. Rúmið þykir orðið til skammar. Menn fyrirverða sig fyrir, að það sjáist. — Síðan koma ýmsar bollaleggingar um það, hvernig rúm eigi að vera, en ekki þykir ástæða til að til- færa þær, því að ekki er líklegt, að slíkt sé tímabært hér á landi fyrr en eftir 100—200 ár. Ástandið í húsnæðismálum íslendinga í dag virðist vera þannig: Fjöldi fólks er húsnæðislaus, margt fólk býr í óviðun- andi íbúðum, en allt of margar fjölskyld- ur, sem virðast vera á þeirri grænu grein í þessum efnum, stynja undan vankönt- unum á íbúðum sínum. Á bernskuheimili mínu uppi í sveit mátti heita, að aldrei væri komið inn í skásta herbergið í hús- inu, nema þegar gest bar að garði. Það átti víst að heita einhvers konar „stáss- stofa", en við heimilisfólkið höfðum næsta lítið af þeim helgidómi að segja. Þetta kom þó ekki að sök, bví að í húsinu var fjöldi herbergja. En vonandi víkur stáss- stofu-hugsjónin bráðlega fyrir hagkvæm- ari sjónarraiðum. Greinin um hhignun sænsku svefnherbergismenningarinnar minnti mig á það, sem nýlátinn vinur sagði eitt sinn við mig. Það var á þessa leið: Hér virðist fólki alveg vera sama um svefnherbergin sín. Þau mega gjarnan vera sannkallaðar ruslakytrur. En ef ég byggi hús, skal ég sjá um, að svefnher- bergið verði stærsta og viðhafnarmesta herbergið í íbúðinni. Þar eyði ég mest- öllum þeim tíma, sem ég á sjálfur ráð á, öðrum en matmálstímum, þvi allan dag- inn starfa ég utan heimilis míns. Og ef ég verð veikur, er ég allan sólarhringinn í svefnherberginu. Vitiö þér þetta ? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver orti þetta: Hvað sveimar að mér svo sætt og hlýtt sem sólskinsmorgunn á vori? 2. Hverjar eru helztar hinna svo- nefndu Cralþjóða (finnsk-úgr- ísku þjóða)? 3. Hvaða stríðsviðburður gerðist 6. júní 1944? 4. Hver var herkostnaður Þjóðverja í síðustu heimsstyrjöld? 5. Hvaða þrjú farþegaskip voru stærst í byrjun stríðsins 1939— 45? ÞEIR áskrifendur Samtíðarinnar, sem enn eiga ógreitt árgjald sitt fyrir 1947 (kr. 20.00), eru vinsamlega beðnir að greiða það strax. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8 — Sími 1043 Skrifstofutími 10—12 og 1—6

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.