Samtíðin - 01.04.1947, Page 15

Samtíðin - 01.04.1947, Page 15
SAMTBÐIN 11 komin. Faðir hennar og föðurafi voru báðir dómarar, og föðurætt hennar er mjög kunn í Norðvestur- Missouri. Faðir hennar, D. W. Wallace, var talinn mjög snjall lög- fræðingur og prýðilega máli farinn. Móðir hennar var af svonefndri Gates-ætt, er mikið kvað að um það leyti, sem Bandaríkjamenn öðluðust sjálfstæði sitt. Stórt verk- smiðjufyrirtæki þar vestra ber enn þetta nafn. Frú Truman vandist snemma vinnu umfram flestar amer- iskar stúlkur á hennar aldri af ámóta háum stigum. Þegar er hún hafði lokið skólanámi, tók hún að vinna algeng heimilisstörf hjá for- eldrum sínum, ekki sízt fyrir þá sök, að móðir liennar var mjög heilsuveil. Margar stallsystur hennar voru frábitnar því að drepa hendi sinni í kalt vatn á heimili foreldra sinna, eins og oft á sér því miður stað, og urðu fyrir bragðið miklu verr fallnar til að takast á hendur heimilisstjórn, er þær giftust, en hin tilvonandi forsetafrú. TIF FRÚ Truman hefur sannarlega oft og einatt ekki verið neinn dans á rósum. Nokkru eftir að hún giftist, hóf maður hennar kaupsýslu í Kansas City, en fór á höfuðið með allt saman. Hann kaus heldur að greiða allar skuldir sínar með tið og tíma en gefast upp og verða gjald- þrota. Þessar skuldir varð hann sið- an að dragast lengi með sem hvern annan fjötur um fót, og má nærri geta, hvort slíkt hafi ekki mætt drjúgum á þeim hjónunum. Lifðu þau þá eins sparlega og kostur var á, meðan þau voru að greiða skuldir sínar að fullu. Um þær mundir var Truman dómari. En ekki var það fyrr en mörgum árum eftir að hann var orðinn öldungadeildarmaður í Bandaríkjaþinginu, að hann hafði greitt skuldir sínar að fullu og öllu. Allan þann tíma neitaði frú Truman sér um þann munað að hafa nokkra vinnustúlku. Og það var ekki nóg með, að liún ynni öllu heimilisstörf sín sjálf, heldur tókst hún einnig á héndur ritaraslarf hjá manni sínum árið 1941 og vann það starf allt heima sér til hægðarauka. Hún svaraði . m.a. öllum einkabréfum, sem manni hennar bárust, en á kvöldin, að loknum heimilisstörfum, las hún yfir ræður manns síns og öll þau skrif, er hann þurfti að láta frá sér fara, varðandi nefndastörf. Fyrir ritarastarf sitt fékk frú Tru- man fyrst í stað 2400 dollara á ári, en seinna hækkaði kaup hennar upp í 4500 dollara. Þannig reyndist hún með árvekni sinni og vinnusemi manni sínum ómetanleg stoð og stytta, er hann var að komast úr skuldunum. Auk þeirra starfa, sem nú er getið, varði frú Truman á stríðsárunum nokkrum stundum til þess vikulega að vinna fyrir her- menn vesturveldanna. Forsetafrúnni er þannig lýst, að óvenjuauðvelt sé að tjá henni vanda- mál sín, enda sé hún hjálpfús, en frábitin því að kvarta við aðra, þótt eitthvað bjáti á. Hún er stillt kona og hispurlaus, gædd skarpri dóm- greind. Orð er á því gert, hve einlæg hún sé í viðmóti og mannblendin, en slikt cr oft einkenni góðra manna.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.