Samtíðin - 01.04.1947, Síða 16

Samtíðin - 01.04.1947, Síða 16
12 SAMTÍÐIN Enda þótt hún sé mikil alvörukona, er hún mjög gamansöm og fyndin og því er við brugðið, hve innilega hláturmild hún sé. Þegar Truman varð forseti, bað kona hans þá vini þeirra, er hringdu til hennar til þess að óska henni til hamingju, að biðja guð þess, að henni mætti vel farnast í hinu nýja og ábyrgðarmikla starfi. Við blaða- menn hefur hún látið þau orð falla, að hún muni vera miklu frábitnari því að eiga viðtöl við þá en fyrir- rennari hennar, frú Roosevelt. 1 stað þess að tala við blaðamenn einn og einn, eins og frú Roosevelt gaf sér oft tíma til, lætur frú Truman þá koma til móts við sig marga í senn. Hún er lítið gefin fyrir að halda ræður og ekki eins hneigð fyr- ir ferðalög og frú Roosevelt var. Eitt sinn, er frú Truman var að því spurð, hvort hún mundi kjósa að feta í fótspor frú Roosevelt í starfi sínu, sagði hún: „Ég vildi, að ég gæti jafnazt á við frú Roosevelt, en því fer fjarri, að ég geti það. Ég vildi óska, að ég ætti mér, þót't ekki væri nema helming af starfhæfni og áhugasemi frú Roosevelt.“ En frú Truman hefur ávallt reynzt afburðakona í öllu sínu margvíslega ævistarfi. Og það er óhætt að full- yrða. að þegar hún gerðist húsfreyja í Hvíta húsinu og öðlaðist jafnframt heitið: fremsta kona Bandaríkjanna, fylgdu henni ekki einvörðungu hug- heilar heillaóskir vinkvenna hennar, heldur og allra sæmilegra kvenna í gervöllum Bandaríkjunum og miklu víðar um lönd. FAGRAR HEYRÐI ÉG RADDIRNAR Enginn skilur enn þá, hvar ýmsar raddir vakna, er því hress, sem áður var óþarfi að sakna. Hér er draugahirðin öll, held ég sízt liún hverfi. Englar, djöflar, álfar, tröll, allt í mennsku gervi. Gísli H. Erlendsson. JJONA NOKKUR týndi nýlega lítilli dóttur sinni í mannþröng á járn- brautarstöð. Eftir mikla geðshrær- ingu og enn meiri leit fann hún t'elp- una, umkringda einkar vingjarnleg- um nunnum. „Ég vona, að þið hafið ekki haft nein óþægindi af barninu“, mælti móðirin, gagntekin fögnuði yfir því að hafa endurheimt telpuna. „Síður en svo“, anzaði ein af nunn- unum,“ við höfum skemmt okkur alveg kostulega. Barnið hélt nefni- lega, að við værum mörgæsir“. MARGUR MAÐUR kann að furða sig á því, að í ldnversku, þessu vand- lærða tungumáli, skuli aðeins vera samtals 43.000 orð. „Á morgun ætla ég að byrja nýtt líf! Góða vektu mig ekki eldsnemma í fyrramálið.“ BEZTU KAUPIN gera allir í verzlun Guðjóns iFónssonar á Hverfisgötu 50.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.