Samtíðin - 01.04.1947, Síða 17
SAMTlÐIN
13
ELIZABETH JDRDAN :
Fyrsti viðkownustaður
[Fyrsti kafli þessarar áhrifamiklu fram-
haldssögu, er hófst í siðasta hefti, segir frá
þvi, er flugvélin „Perseus“ er nýlögð af
stað í ævintýralegt ferðalag. í henni eru
auk aðalsöguhetjunnar: ungfrú Maxine
Perry, nokkrir farþegar, m. a. tíeimsfræg
dansmær, frú Mercedes Carrillo að nafni;
ungfrú Billie Bowen, sem einnig er fræg
dansmær; Forsythe nokkur og kona hans
og Justin Brent, ungur maður, sem átt
hefur í brösuni við Maxine Perry. Flug-
vélin hilar og hrapar í sjó. Allir farþeg-
arnir ásamt starfsliði vélarinnar eru nú í
sjónum. Þeir halda sér í björgunarhring-
ana og biða þess, að hjálp berist. Loft-
skeytatæki flugvélarinnar eru enn i lagi,
og þar sem þetta er á fjölfarinni siglinga-
leið, eru menn vongóðir um tiltölulega
skjóta björgun].
2. KAFLI.
J ÖRGUNARHRIN GIRNIR höfðu
verið bundnir saman og mynd-
uðu stóran hring. Farþegarnir héldu
sér þarna á floti. Maxine var einn
hlekkurinn í þessari lifandi keðju.
Það var mikill öldugangur, og bylur-
inn lamdi hana í andlitið. Enn þá
átti hún bágt með að sætta sig við,
að þetta skyldi vera veruleiki, en
ekki draumur. Hvað um það. Hún
varð að leika hlutverk sitt í þessum
harmleik. Það hlaut að koma hjálp
bráðlega og af björgunarhringum
var meira en nóg.
1 fyrstunni hafði hún og flestir
hinna farþeganna haldið báðum
höndum i handföngin á björgunar-
hringunum. En brátt sáu þau, að
hægt var að halda sér á floti með
því að halda sér með annarri hendi
og hvíla hina, á víxl.
Hardy flugmaður var enn ókom-
inn til þeirra. Hann hélt sér í sökkv-
andi flugvélina og kallaði: „Allt er
í lagi! Þið sjáið, að þið getið auð-
veldlega haldið ykkur á floti, en ég
vil fá ykkur lengra frá flugvélinni.
Haldið ykkur öll með báðum hönd-
um. Svo geta Warren, Stokes og
Spensley ýtt ykkur frá. Yttu þeim
svo langt, Warren, að þau séu ör-
ugg, og svo er bezt, að þú bindir
hringina betur saman með kaðal-
spottanum, sem þú ert með.“
Warren, Stokes og Spensley
hlýddu strax. Fólkið, sem hélt sér
dauðahaldi í þessa fljótandi eyju,
sá bilið milli sín og flugvélarinnar
ljreikka. Maxine beit á jaxlinn. Það
fór hrollur um hana.
Hardy flugmaður hafði varpað sér
í sjóinn og var nú á leið til þeirra.
„Það er ævagömul hefð, að skip-
stjórar yfirgefi skip sín síðastir allra
og svo er sjálfsagt um flugmenn
líka,“ hugsaði Maxine. Hún horfði á
„Perseus" sogast niður i djúpið, og
sjórinn skvettist framan í þau, þar
sem þau flutu að því er virtist til-
gangslaust. Hardy var nú kominn til
þeirra og gaf skipanir. Hann raðaði
farþegunum. Þau hlustuðu og
hlýddu. „Tvær af konunum ferðast
einar,“ sagði hann. „Ég sé, að Brent
gætir ungfrú Perry.“ Ekki bar á
öðru. Maxine hafði ekki teldð eftir
því fyrr en nú, að hann hafði alltaf
haldið sig hjá henni. Hann sagði
Warren að vera hinum megin við
hana. Billie Bowen var líka ein.