Samtíðin - 01.04.1947, Page 23
SAMTÍÐIN
19
því sama: „Nú skulum við bara éta
og drekka, því á morgun deyjum
við“. Leyfum honum að lifa i 300 ár,
og liann mun verða að nýjum og
hetri manni. Allt viðhorf hans mun
gerbreytast, og lífsviðhorf manna
stjórnar breytni þeirra.
í flokki 5 leikrita, sem ég hef
nefnt: „Back to Methuselah“, geri ég
þær kröfur, að menn verði 300 ára,
til þess að þeir nái pólitískum þroska
og dæmi allar núverandi tilraunir til
myndunar ríkisstjórna barnabrek
ein. Hvað sjálfan mig áhrærir, hef
ég látið svo um mælt, að ég teldi mig
orðinn nægilega gamlan til þess að
vera vikadreng i skrifstofu aðstoðar-
forsætisráðherra.
Ég hef enn barnslega gaman af
hnefaleikum, Ijósmyndatökum, bók-
um og myndum, sem eiga að sýna
okkur lífið og tilveruna í hillingum,
og dulfræðilegum ævintýrum.“
„Hvernig kom þér til hugar að
miða mannsævina við 300 ár?“ spurði
ég.
Shaw svaraði: „Ég hef lifað í 89
ár, og enn hef ég ekki náð fullum
stjórnmálaþroska. Leyfðu mér að
hfa 100 ár í viðbót, svo að ég geti
lært að stjórna, og að því loknu kynni
ég að verða hlutgengur öldungadeild-
arþingmaður; þriðju öldina, sem ég
lifði, yrði ég sannkölluð véfrétt. En
ég álit ekki, að lífi mannsins séu nein
takmörk sett, nema hvað allir geta
beðið bana af slysum fyrr eða siðar.
Weismann varð fyrstur til að
benda á, að dauðinn væri ekki eðli-
legur, heldur stafaði hann af atvik-
um og umhverfi manna. En hann
tilfærði engin rök, máli sínu til
Eignizt
GRETTISSÖGU
í viðhafnarútgáfu
Halldórs K. Laxness
með hinum glæsilegu
myndum
Gunnlaugs Schevings
Og
Þorvalds Skúlasonar.
Glæsileg gjafabók.
HELGAFELL.
▲ VéUmljan
£ih<fri
Hverfisgötu 42.
Framkvæmum
alls konar járnsmíði
og vélaviðgerðirfyr-
ir sjávarútveg, iðn-
að og landbúnað.
Ávallt nægt efni
fyrirliggjandi.
DtVegum beint frá fyrsta
flokks verksmiðjum: efni, vél-
ar og verkfæri til jámiðnaðar.