Samtíðin - 01.04.1947, Side 30

Samtíðin - 01.04.1947, Side 30
26 SAMTÍÐIN hákur hinn mesti, er því var að skipta og var þá stundum laus hönd- in, því geðið var afarmikið. —---- öllum samtíðarmönnum Skúla ber saman um, að hann hafi verið manna iðjusamastur og hamhleypa hin mesta, og jafnvel fjandmenn hans láta hann njóta sannmæhs i því efni. „Hann var erfiðissamur i mesta lagi, svo hann gat varla iðjulaus verið“, segir Magnús sýslumaður Ketilsson um hann. Þarf varla að taka þetta fram, því líf hans allt ber það með sér, að elja hans og starfsþrek hef- ur hlotið að vera framúrskarandi, og munu fáir Islendingar hafa jafnazt á við hann í þeim efnum, að undan- skildum þeim nöfnum Jóni Eiríks- syni og Jóni Sigurðssyni.--------- Skúli var maður bæði handhagur og sjónhagur og sagði sjálfur fyrir verkum um byggingar ahar og mann- virki, er hann var við riðinn, enda hafði hann og hina mestu unun af því. Htsjónar- og framkvæmdasam- ur þótti hann og i búnaði og verk- stjórn, og kom það ljósast fram, er hann bjó á ökrum og var umsjónar- maður Hólastóls.--------Skúli var maður hugprúður mjög og kunni eigi að hræðast. Kom það þráfald- lega fram, en aldrei ljósar en tvisvar í utanferðum hans. Hreppti hann hafvillur og storma og átti með snar- ræði sínu og kjarki mestan og bezt- an þát't í að bjarga bæði skipi og mönnum. Hefur Grímur skáld Thom- sen kveðið um það, eitt af kvæðum sínum, er flestum Islendingum mun kunnugt“. (Skúli Magnússon landfó- geti'eftir Jón Jónsson (Aðils), Rv. 1911, bls. 306—320 passim). er viðurkennda «■■ «4*1 ■* smjorlikio. Framkvæmum: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. Seljum: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld o. fl.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.