Samtíðin - 01.11.1953, Page 7

Samtíðin - 01.11.1953, Page 7
9. hefti 20. árg, Nr. 197 Nóvember 1953 ÁSKRIFTARTlMARIT UM ISLENZIv OG ERLEND MENNINGARMAL SAMTIÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema í janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 35 kr. burðargjaldsfrítt (erlendis 45 kr.), og greiðist það fyrirfram. A«krift getur byrjað livenær sem er og miðast við síðustu áramót. úrsögn sé skrifleg og verður að hafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, simi 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum er veitt móttaka í verzluninni Bækur og ritföng lif., Aust- urstræti 1 og i bókabúðinni á Laugavegi 39. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni h.f. Er hoimurimt að verða niíulaus ? EINN AF KUNNUSTU eðlisfræðingum Norðurlanda og náinn samstarfsmað- ur próf. Niels Bohrs, Sven Werner, pró- fessor í Árósi, flutti nýlega erindi, sem vakið hefur mikla athygli ekki sízt fyrir þá sök, að þar er því haldið fram, að kjarnorkan muni e k k i verða framtíðar- lausnin á orkuþörf mannkynsins. Þar scm hér er um að ræða algera mótsögn við það, sem fjölmargir orkusérfræðingar hafa áður haldið fram, skulu tilfærð nokkur atriði úr erindi próf. Werners. Hann segir m.a.: Kjarnorkan mun aðeins koma að notum um stundarsakir, en að því loknu verð- um við að vinna orku úr jafnótrúlegum lindum og sykurrófum og sjóþörungum og með því að kæla höfin fyrir strönd- um okkar. Þetta mál þolir enga bið, því að eins og sakir standa, eyðum við í svo miklu óhófi af mikilvægustu orkulindum okkar, olíu og kolum, að olían mun verða gengin til þurrðar eftir um það bil 40 ár, og kolin munu ekki endast nema til ársins 2100 eða þar um bil. Þar með munum við hafa eytt hvorki meira né minna en öllum aflgjöfum þeim, sem orðið hafa til fyrir atbeina sólarinnar og varðveitzt hafa und- ir yfirborði jarðar. Af þessari orku böf- um við sóað gegndarlaust til að framleiða rafmagn. Við kolabruna myndast aðeins 4.2 rafmagnsvolt, en kjarnorkan gefur aft- ur á móti 260 millj. volta, þegar henni er breytt í rafmagn. Örðugleikarnir eru fólgnir í því að útvega nægilega mikið af léttu úraníum sem brunaefni í sam- bandi við kjarnorkuofnana. Að vísu má nota plútóníum í þess stað, en það mun taka heila öld að safna nægum birgðum af því, er fullnægi þörf heimsins til þess- ara nota. Prófessorinn gerði áætlun um bygging kjarnorkuvinnslustöðva í óbyggö- um. Þaðan taldi hann, að flytja mætti 300 kg í flugvél af kjarnorkueldsneyti, er jafngilda mundi sem orkugjafi einni millj- ón lesta af kolum, en það eru mörg hundr- uð skipsfarmar. Þá gat hann þess, að brátt mundu verða smíðaðir fyrstu kaf- bátarnir, knúðir kjarnorku. En hvað skal nú til ráða taka, þegar öll kol og olía er til þurrðar gengin og komið er á daginn, að kjarnorkan nægir mannkyninu ekki að sinni sem aflgjafi? Próf. Werner benti á, að þá yrði einna hentugast að vinna ^ólarorku úr jurta- gróðri. Eins og sakir standa, fæst mest sólarorka úr sykurrófum, en úr þeim er auðgert að vinna benzín. Hins vegar hafa tilraunir sýnt, að sæþörungstegund ein er orkuauðugust alls gróðurs, miðað við hektara. Þá minntist hann einnig á hitadæluna svonefndu, en með henni er hægt að dæla hita úr sjó eða ám inn í húsin. Kerfið í þessari dælu er hið sama og í kæliskápum, alveg gagnstætt orku- vinnslu gufuvélarinnar. Prófessorinn kvað

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.