Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN
5
Kvennaþættir „Samtíðarinnar" RITSTJ □ Rl: FREYJA
KVENLEGFEGURÐ
Rósa skrifar: Mér tekst ekki nærri
alltaf nógu vel að mála á mér var-
irnar. Ég öfunda þær konur, sem
alltaf eru með vel málaðar varir og
brenn í skinninu af að vita, hvernig
þær fara að þvi að gera það svona
dásamlega vel. Geturðu gefið mér
góð ráð?
Svar: Það er bezt að nota fyrst
mjóan varalit, sem er eins og blý-
antur í laginu og ekki mjög feitur.
Síðan er gott að nota litinn, þar til
gerðan pensil til að dreifa litnum
um varirnar, en forðast skal. að hann
fari út fyrir „amorsbogann". I nýj-
ustu frönskum tízkublöðum er auk
þess minnzt á blómasafa (eau de
fleur d’oranger), sem þau ráða ein-
dregið til, að notaður sé til að hreinsa
burt varalit, sem fer út fyrir varirn-
ar, ])egar verið er að mála þær. Gættu
þess að þrýsta ávallt pappírsserviettu
að vörunum, strax og búið er mála
þær, til þess að liturinn verði sem
jafnastur og hvergi of þykkur. Ný-
kominn er á markaðinn bér glær
lögur (lip-cote) til að bera á varirn
ar, eftir að búið er að mála þæiv Með
því móti helzt liturinn á þeim allan
daginn og sezt livorki á barmana á
kaffibollunum né skilur eftir för a
mjög óheppilegum stöðum, þar sem
þau mega alls ekki sjást!
Áhuga- og vandamálin
Ekki skortir vandamálin hjá okk-
ur konunum eins og þetta bréf sýnir,
sem ég fékk um daginn frá „sorg-
mæddri húsfreyju". Hún skrifar:
Kæra Freyja: Ó, ég á svo bágt, get
urðu ekki hjálpað mér. Ég er búir
að vera gift í 7 ára og á ágætan
mann. Við erum barnlaus. Við erum
bamingjusöm, og ég er alveg viss um,
að maðurinn minn heldur ekki fram
bjá mér. En í seinni tíð er hann far-
inn að láta mig svo afskiptalausa.
Hann rétt kastar á mig kveðju, þegar
bann kemur heim úr vinnunni og er
þá allur í útvarpinu eða blöðunum,
ef hann þarf ekki að fara út aftur.
Þú veizt ekki, bvað ég sakna gömlu
umhyggjuseminnar hans og hlýjunn-
ar. Hvað á ég að gera ?
Svar: Ég held, að það sé oft okkur
konunum sjálfum að kenna, ef karl-
mennirnir fara að verða eitthvað af-
skiptalausir gagnvart okkur. Þeir
koma heim og vita, að við bíðum
alltaf eftir þeim. Þetta getur leilt til
þess, að þeir fari að álíta sjálfa sig
eins konar möndul í tilverunni, sem
allt eigi að snúast um. Heldurðu ekki,
að þinn hefði bara gott af, að þú
gerðir hann pínu lítið afbrýðissam-
an? Hver veit, nema hann áttaði sig
á því, að þú ert ekki bara dauður
hlutur á heimilinu, eins og t.d. hús-
gögnin. Reyndu.
Swnehhurinn visar teiðiwta til ohhar.
Kápubúðin, Laugavegi 35. Sími 4278. Nýjasta tízka ávallt fyrirliggj-
andi — Sent gegn póstkröfu um allt land.