Samtíðin - 01.11.1953, Síða 10

Samtíðin - 01.11.1953, Síða 10
6 SAMTÍÐIN EFTIR DIJK OG DISK SAGT ER, að maður komi eftir dúk og disk, ef hann kemur, þegar einhverju er lokið, eitthvað er um garð gengið. Eftir dúk og disk má þó no ta með miklu fleiri sögnum en koma. Mér hefir dottið í hug, að þetta orðasamband sé fengið úr ein- hverju öðru tungumáli, en enga beina samsvörun hefi ég fundið, enn sem komið er. En þótt forsetningarliður- inn eftir dúk og disk sé, ef til vill, ekki beinlínis tökuorðasamband, er hann áreiðanlega að nokkru leyti af erlendum toga spunninn. Að koma eftir dúk og' disk tíðkaðist í íslenzku þegar á 17. öld: En komu ekki sjálfir fyr en eftir dúk og disk. J. M. Písl. 115. Píslarsaga Jóns Magnússonar er þo ekki eina heimildin frá þessum tim i um orðtakið. Það kemur einnig fyrir i málsháttasafni Guðmundar Ölafs- sonar (G. O. Thes. 174). Orðtakið er einnig kunnugt frá 18. öld. I orða- safni, sem Hannes biskup Finnsson hefir tekið saman, segir svo: Þú komst epter dúk og disk, post festum venisti. H. F. Lbs. 99 fol., hls. 464. Frá 18. öld er einnig kunnugt orða- sambandið að halda dúk og disk úr orðasafni, sem Jón Árnason hiskup er höfundur að: Dwk og Disk að hallda, ad mensam accumhere, degere. J. Á. Lhs. 224,4to, hls. 227. Þetta orðasamhand er tekið úr dönsku holde dug1 og disk, sem merk- ir „reka (sjálfur) heimili“. 1 sænsku kemur fyrir disk och duk í nokkrum orðasamhöndum, sem lúta að mat- borði og regluliundnum máltíðum á heimilum. Orðið diskur er gamalt tökuorð úr latínu í germönskum málum. Latn- eska orðið, sem til grundvallar ligg- ur, er discus. Það merkir „skífa“. Þetta latneska 'orð hefir í sumum ger- mönskum málum fengið merkinguna „horð“ (t. d. þ. Tisch), og sú merk- ing er á ferðinni í þeim orðasam- höndum, sem hér um ræðir. Dúkur og diskur merkir þannig i rauninni „dúklagt borð“. I orðasambandinu að halda dúk og disk er dúkur og diskur (þ. e. dúklagt borð) táku matborðs heimilisins. Það er því of- ur skiljanlegt, að það fær merking- una „að halda heimili“. Nú ættu menn ekki að velkjast lengur í vafa um það, hvernig orð- takið að koma eftir dúk og disk er hugsað. Það merkir greinilega í fyrstu „að koma að lokinni máltið“ eða koma „post festum“ (að hátíð lokinni), eins og Hannes Finnsson orðar það. Eins og áður er tekið fram, hefi ég ekki fundið beinar fyrirmyndir orðtaksins í öðrum tungumálum. Vel má hugsa sér, að orðasambandið dúkur og diskur hafi fyrst borizt hingað í öðrum samböndum, t. d. halda dúk og disk, þótt heimildir um

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.