Samtíðin - 01.12.1953, Side 9

Samtíðin - 01.12.1953, Side 9
ÁSKRIFTARTÍMARIT UM ISLEINZK OG ERLEND MENNINGARMÁL 10. hefti 20. árg. Nr. 198 Desember 1953 SAMTIÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema i janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 35 kr. burðargjaldsfritt (erlendis 45 kr.), og greiðist það fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við siðustu áramót. úrsögn sé skrifleg og verður að hafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum er veitt móttaka i verzluninni Bækur og ritföng hf., Aust- urstræti 1 og í bókabúðinni á Laugavegi 39. — Prentuð i Félagsprentsmiðjunni h.f. FLUGIÐ ER FRAMTÍÐIN TWA er eitt af fjórum stærstu flugfélög- urn Ameríku. í þjónustu þess eru nú samtals 14 500 menn, dreifðir um heim allan. Stjórnarformaður þessa mikla fyr- irtækis, ffarren Lee Pierson, var nýlega á skyndiferð í Evrópu. Hann er sænskur að ætt, og fluttust foreldrar hans vestur um haf á áttunda tug seinustu ald- ar, rétt um það bil, sem vesturfarir héðan af íslandi voru að hefjast. Eins og ýmsir aðrir Bandaríkjamenn, kynjaðir af Norð- urlöndum, hefur Pierson reynzt mjög dug- andi maður vestan hafs. Hann er lögfræð- ingur að menntun og talinn einn af snjöll- ustu sérfræðingum Bandaríkjamanna á sviði alþjóðaréttar og fjármálastarfsemi. Við komu sína til Evrópu á dögunum komst hann að orði eitthvað á þessa leið um framtíð flugmálanna: Frá því að hafa í rauninni verið tómstundagaman (hobby) leiðandi manna eru flugmálin nú komin á það stig, að hægt er að viðurkenna þau sem arðberandi atvinnugrein og hana allt annað en veigalitla. Innar fimm ára mun flugfélögunum takast að verða óháð ríkis- stjórnunum. Auk þess má telja sennilegt, að flugfélögin vestan hafs a. m. k. muni takast á hendur einkarétt þann á farþega- flutningum á langleiðum, sem járnbraut- irnar hafa hingað til haft. Þungavöruflutn- ingar munu hins vegar naumast nokkurn tíma fara fram loftleijðis. Þess er heldur « ekki að vænta, að núverandi verð á far- gjöldum með flugvélum eigi fyrir sér að lækka verulega, fyrr en framleiddar verða allt aðrar flugvélagerðir en þær, sem við þekkjum í dag. Eins og sakir standa, er öllum þeim tekjuafgangi, sem um kann að vera að ræða hjá félögunum, varið til kaupa á nýjum vélum, sem kosta of fjár. Hvað TWA snertir, þá höfum við ekki hug á að breyta loftflota okkar í þrýstilofts- flugvélar, vegna þess hve óhóflega dýrt það mundi verða. Hins vegar munum við auðvitað fylgjast nákvæmlega með þróun- inni á því sviði, og eins og sakir standa eigum við í pöntun nýjar vélar af hinni svokölluðu super-constellation gerð, sem eru með sameinuðum túrbínu- og skrúfuhreyflum. Þessi hreyfilgerð er at- hyglivert þróunarspor í áttina til þrýsti- loftshreyflanna, miklu hagkvæmari en þeir og þannig byggð, að unnt er að nota hana á flugleiðum yfir Atlantshafið. En það, sem mest ber að fagna í sambandi við þróun þessara mála upp á síðkastið, er lítið öryggisáhald, sem verið er að reyna í vélum okkar um þessar mundir. Þetta undraáhald segir til um allt, sem aflaga kann að fara í sambandi við hreyflana á fluginu, svo að flugmennirnir sjá undir eins, hvað að er og af hverju bilun stafar. Þar með vita þeir einnig, hvort þörf er á að lenda á næsta flugvelli eða óhætt er

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.