Samtíðin - 01.12.1953, Qupperneq 16

Samtíðin - 01.12.1953, Qupperneq 16
10 SAMTÍÐIN Konan, sem er rithöfundur, þingmaður og sendiherra FREYJA, ritstjóri kvennaþáttanna, kveSst liafa fengið tilmæli frá „heilu sam- kvæmi“ um að birta grein um frú C 1 a i r e B o o t h e L u c e , hina glæsilegu konu, sem EisenhoNver forseti gerði að sendi- herra Bandaríkjanna i Róm fyrir tæpu ári. En Freyja segir sem er, að ævisögur jafnvel yndislegra kvenna falli utan 'þess viðfangsefnis, sem kvennaþáttum „Samtið- arinnar“ sé ætlað. Nú er okkur sönn ánægja að birta hér stutta frásögn um hina ágætu, amerísku konu og vonum, að háttvirt „samkvæmi" lesi greinina með jafnmikilli ánægju, þótt hún sé ekki í kvennaþáttunum og þar af leiðandi þvi miður ekki skrifuð af Freyju. — Ritstj. ÞAÐ VAR skömmu eftir síðustu jól, að Eisenhower forseti skipaði frú Claire Boothe Luce sendiherra 1 Róm, og mæltist sú emhættisveiting ekki einungis vel fyrir, lieldur var henni tekið með geysilegri hrifningu. Einhverjir voru nú að vísu að hvísl- ast á um það, að Ike væri ekki nema miðlungi lirifinn af því að setja kon- ur í pólitískar trúnaðarstöður. Má vel vera, að hér hafi verið um algera undantekningu að ræða, en hvað sem því líður, var val frú Claire 1 sendi- herrastarfið þaulhugsað. Lítum nú rétt sem snöggvast á starfsferil frúar- innar. Hún er fyrst tízkufréttaritari, ger- ist því næst leikritahöfundur, en varpar sér því næst út í stjórnmála- baráttuna og kemst á þing. Þegar baráttan fyrir forsetakosningarnar var í þann veginn að hefjast, liauð þessi yndislega, 49 ára kona (aldur frúarinnar er ekkert leyndarmál) repúblíkönum krafta sína, dyggilega studd af hinurn áhrifaríka manni Claire Boothe Luce sínum, Henry R. Luce, sem er útgef- andi tímaritanna Time, Life og Fortune. Claire Boothe er fædd rithöfundur. Með leikritinu „Konurnar“ (The Women) varð hún heimsfræg, því aö bæði fékk leikurinn fádæma góðar undirtektir á Broadway og eins á leiksviðum víðsvegar um Evrópu. Meira að segja mun atriði úr honum liafa verið sýnt í Þjóðleikhúsinu hér. En á sýningu leikritsins mundu sennilega vera nokkur vandkvæði éins og sakir standa hér á landi. I því leika nefnilega eingöngu konur, samtals öllu fleiri en hér mundi með góðu móti kostur á að sinni. Claire Boothe byrjaði kornung að skrifa fyrir tímaritið Vogue, sem liorgaði henni 35 dollara á viku. Fjor- um árum seinna var hún orðin aðal-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.