Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
11
ritstjóri Vanity Fair með 10 000 doll-
ara árslaun. Fyrri maður hennar og
hún skildu um þessar mundir sam-
vistir, og árið 1935 giftist hún Henry
R. Luce. Vikuritið Life sendi hana þá
til Asíu, en þaðan sendi hún þvi
snilldarlega skrifaða ferðapistla, sem
m.a. höfðu þau áhrif, að hún kastaði
sér út í stjórnmálin. Sem fulltrúi
repúblikana komst hún á þing 1942
og var endurkosin tveim áruin
seinna. Vinsældir hennar jukust nú
mjög og það til þeirra muna, að hún
var oft nefnd í sömu andránni og frú
Roosevelt og með ámóta virðingu.
Ekki má þó skilja það svo, að þessar
tvær konur hafi verið samherjar í
stjórnmálunum, síður en svo. Frú
C. R. Luce var eindreginn and-
stæðingur' þeirrar stefnu Roosevelts
forseta, sem Bandaríkjamenn nefndu
New Deal, og barðist einlæglega fyrir
sinni repúblíkönsku sannfæringu.
En árið 1946 dró frúin sig skyndi-
lega út úr harki stjórnmálanna og
gerðist kaþólsk. Fólk undraðist þessa
ráðabreytni mjög, en sjálf gaf hún
þá skýringu á hinum skjótu sinna-
skiptum sínum í grein, sem hún
nefndi „Hinn raunverulega sann-
leika“, að þeim hefði valdið skyndi-
legur missir móður sinnar og
ungrar dóttur, en þær fórust í bíl-
slysi.
ÞEGAR frú Claire Boothe Luce
kom á skipi til Neapel, sem ný-
skipaður sendiherra (ambassador j
Bandaríkjanna i Róm, fagnaði henni
margt stórmenni auk geysilegs mann-
f jölda, er beið komu hennar með suð-
rænni eftirvæntingu á hafnarbakkan-
um. Menn geta nokkuð gert sér í
hugarlund hrifning ítölsku höfðingj-
anna, er hin glæsilega, bandaríska
kona flutti þeim þakkaúræðu sína
fyrir móttökurnar á móðurmáli
þeirra.
Frú C. B. L. var langt frá því að
vera ókunnug ítölskum málefnum, er
hún gerðist sendiherra þjóðar sinnar
í borginni eilífu. Veturinn 1944—5
hafði hún heimsótt ítölsku vígstöðv-
arnar ásamt bandarískri þingnefnd,
senr þá var send til Italíu, og eftir
það barðist frúin ásarnt Mark W.
Clark hershöfðingja nrjög fyrir því,
að aukin hjálp yrði veitt til ítalska
endurreisnarstarfsins, þar sem nrest
tjón lrafði hlotizt af völdunr stríðs-
ins. Nú fékk lrún áþreifanlegar sanir-
anir fyrir því, að þessi hjálp fyrir 8
árunr hafði komið að notunr, þegar
hún ók um landsvæðin, þar senr allt
hafði þá legið í rús.t. Nú blöstu þarna
hvarvetna við reisilegar byggingar og
önnur mannvirki.
Enginn vafi leikur á því, að nreð
þessari nrikilhæfu konu hafa Banda-
ríkin eignazt ákjósanlegan stjórnar-
erindreka í Rónr. Frú Claire Boothe
Luce hefur auk óvenjulegs yndis-
þokka til að bera þá kvenlegu reisn,
er nrenn hljóta að taka fullt trllit lil.
VEGNA ÞEIRRA, sem kynnu að vilja
lesa bækur frú C. R. L., skulu heiti þeirra
tilfærð hér. Er þá fyrst að nefna leikritið
K o n u r n a r (The Women), sem er gam-
ansöm ádeila á bandariskt yfirstéttarkven-
fólk, ogKyssiðdrenginaaðskiln-
aði (Kiss the Boys Goodbye). Hafa bæði
þessi verk verið kvikmynduð. — Enn frem-
ur liefur frúin skrifað bók um uppgjöf
Frakklands sumarið 1940 (Europe in the
Spring).