Samtíðin - 01.12.1953, Síða 24

Samtíðin - 01.12.1953, Síða 24
18 SAMTÍÐIN l!lil*li!l 17B. SAGA SAMTÍÐARINNAR '1 ' GAMLA KONAN GAMLA KONAN býr hjá dóttur sinni og tengdasyni, og í rauninni gera þau fyrir hana allt, sem hugsazt getur. Það líður varla svo dagur, að frú Zwill, dóttir gömlu konunnar, leggi sig ekki i lima við að hlna að móður sinni. Oft rýkur hún fyrst af öllum úr hi’idgc-lioði, áður en húið er að gæða gestunum á seinustu hress- ingunni, og segir þá, um leið og hún jafnar litinn á vörum sér með litla fingrinum: „Æ, ég verð að flýta mér heim! Þið vitið, hvernig hún mamma er! Ef ég fer ekki að koma heim, er hún vís til að vera með þennan ógnar gusugang í eldhúsinu. En hún á hara ekkert erindi inn i eldhús. Anna er alveg fyrirtaks stúlka — og henni ei meinilla við, að mamma sé þar með einhverja rekagátt.“ Frú Zwill er líka góð við mömmu á honum. Auk mikils fjárhagslegs sparnaðar við að búa þarna, er að því ómetanlegur menningarlegur ávinn- ingur að blanda geði við fjölmarga efnilega æskufélaga og starfshræður, og verða þau kynni mörgum mönn- um það vegarnesti, sem endist þeim einna lengst og bezt. Rikard Hornhy hefur oft sagt við mig og áréttað það í bréfum sínum, að honum væri ljúft að hýsa Islendinga þarna bæði til lengri og skemmri dvalar, og veit ég, að þar fylgir hugur máli. sína á ýmsan annan hátt. Hún velur t.d. á hana fötin með mikilli um- hyggjusemi. Þetta eru ekki föt eins og frú Schellingheim gamla mundi sjálf velja sér; þau eru miklu smekk- legri, eins og hver einasta kunningja- kona frú Zwill mundi viðurkenna. „Mig langar til hún mamma sé klædd eftir nýjustu tízku,“ segir hún við þær. „En það er ég viss um, að ef ég léti hana sjálfráða, mundi hún kaupa sér eintómar nátthúfur á höf- uðið! Ég vil hún liti út eins og nútímamanneskja. Svei mér, ef mér fyndist ég ekki vera orðin alveg hundgömul sjálf, ef hún mamma liti út eins og einhver langamma mín aftan úr forneskju! Hinrik hefur það góðar tekjur, að mamma þarf ekki að vera illa til fara.“ Frú Zwill vill hafa mömmu sína húandi hjá sér. Það segir hún oft. En stundum er það nú satt að segja dá- lítið erfitt, þegar hún býður fólki eins og Mannenbergshjónunum til miðdegisverðar. Phil Mannenlierg er i svo óskaplega fínni stöðu. Og fólkið, sem þau umgangast! Þó það væri nú óneitanlega þægilegra öðruvísi — því hún mamma hennar hefur svo, jæja, segjum skritna borðsiði— er frú Schellingheim látin horða við sama borð og fjölskyldan. Hún er aldrei látin horða uppi í herbergi hjá sér eins og gamla frú Plotz gerir, þegar gestir eru lijá þeim. Að sjálfsögðu talar frú Schellingheim vitlaust, og jafnvel þótt dregið sé dár að því með mestu gát, fæst hún ekki til að breyta hreinmum í röddinni að neinu ráði. En hafa nú ekki flestar fjölskyldur, þegar allt kemur til alls, fengið sér-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.