Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.12.1953, Blaðsíða 28
22 SAMTÍÐIN arnir verða til alveg fyrirhafnarlaust, nýjasta útvarpstækið mannsins henn- ar, sem tekur nærri því allar stöðvar, þegar komið er fram yfir miðnætti og kalt er í veðri, en þá reynist erfitt að ná fjarlægum stöðvum á venjulegt tæki i stálgrindahúsum, bókaskápurinn með sumum allra beztu ritverkunum liak við glerhurð- irnar; stóra, sjálfspilandi rafmagns- píanóið, og reykborð af allra nýjustu gerð. En þegar þær koma að her- berginu hennar frú Schellingheim, verður frú Zwill alltaf að koma með skýringar. „Þið vitið, hvernig þetta gamla fólk er,“ segir hún. Ég er alveg ný- búin að grátbiðja hana mömmu um að lofa mér að taka herbergið lienn- ar i gegn fyrir jólin. En það má bara ekkert hreyfa af þessu gamla dóti hjá henni! Þetta er gríðarstórt og sól- ríkt herbergi, það er meira að segja baðað í sól allan morguninn, þó það snúi út að portinu. Þegar, það er að segja, ég á við ef — ef eitthvað skyldi einhvern tíma koma fyrir hana mömmu, þá ætla ég að breyla her- berginu hennar í gestastofu. Eg ætla annaðhvort að hafa' húsgögnin úr hlyni eða fá mér ein af þessum ný- tízku, lökkuðu húsgögnum. En mig langar nú samt til að sýna ykkur her- bergið. Nei, henni er alveg sama, þó þið komið inn fyrir, en þið verðið að tala dálítið hátt— hún heyrir nefni- lega ekki rétt vel.“ ORLOF VÍSAR VEGINN FERÐASKRIFSTOFAN ORLOF H.F. Hafnarstræti 21, Reykjavík. Sími 82265. PRENTUN: Bækur Tímarit Eyðublöð Smáprentun JPre/B Éstn iöjan ODDI II F. GRETTISGÖTU 16. - SÍMI 26G2 Athugið vel, að með bví að nota Hamars sjálfvirku olíukynditækin, sem brenna jarðolíu, þá sparið þér um 35% í eldsneytiskostn- aði miðað við að brenna diesel- olíu. Vér höfum í þjónustu vorri mann, sem hefur verið í Eng- landi til þess að kynna sér uppsetningu og meðferð olíu- kynditækja. Vélsmiðjan HAIVIAR h.f.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.