Samtíðin - 01.06.1956, Side 10

Samtíðin - 01.06.1956, Side 10
SAMTÍÐIN G lega upp með fingurgómunum, en ekki með oddlivassri þjöl. Haltu nöglunum nokkrar mínútur niðri í sápuvatni, lireinsaðu þær síðan með mjúkum tréstöngli, sem baðmull er vafið um. Ef þú ert óhrein kringum neglurnar, er gott að væta stöngul- inn i „brintoverilte“. Skolaðu hend- urnar síðan og þurrkaðu þær vel og vandlega. Að því húnu skaltu lakka neglurnar. Hár kringum munninn IIALLA skrifar mér mjög vinsam- legt bréf og biður mig að gefa sér ráð til að losna við hár, sem vilji vaxa kringum munninn á sér. Ég hef beðið frú Ástu Jolmsen, forstöðu- konu hinnar kunnu snyrtistofu „Jean de Grasse“ í Pósthússtræti 13 að gefa ráð í þessu efni. Frúin varð góðfús- lega við þeim tilmælum, en taldi, að ef Halla væri kornung, væri óþarfi að gera nokkuð, því að ungum stúlk- um yxu smámunir í þessum efnum stundum óþarflega í augum. Væri hins vegar um verulegan hárvöxt að ræða, mætti eyða honum með svo- nefndri vax-aðferð, sem góðar snyrti- stofur létu í té. Við þá aðgerð missa hárin vaxtarkraft sinn. „Jean de Grasse“ snyrtistofan notar einnig ljóslækningu við þessu, en ekki nema um alvarlegan hárvöxt sé að ræða (á rosknu fólki). Kynlífsfræðsla M|ÖÐIR skrifar: Kæri þáttur. Hve- Vel klædd kona kaupir hattana hjá HATTAVERZLUN ISAFOLDAR H.F. Bára Sigurjónsdóttir, Austurstræti 14. Sími 5222. nær á ég að segja hörnum mínum frá áslalífi manns og konu og öllu því, sem þar kemur til greina? Sjálf fékk ég á sínum tíma ekkert uin það að vita. Fólk forðaðist að minnast á þess háttar, eins og það væru ekki einungis feimnismál, heldur einhver óskapleg launungarmál, og þegar ég giftist, var ég fyrir bragðið að heita má algerlega ófróð í þeim efnum. Til allrar hamingju eignaðist ég frá- hæran mann, en ég á ekki víst, að litlu dæturnar mínar verði jafn heppnar i þeim efnum. Gefðu mér nú ráð, Freyja mín. SVAR: Eg held, að óliætt sé að fullyrða, að öll skynsamleg kynlífs- fræðsla sé börnum bæði nauðsynleg og lioll og réttast sé að veita þeim hana fyrr en siðar. Þú ættir sannar- lega ekki að láta telpurnar þinar ganga jafn fáfróðar um þessi efni í hjónabandið og þú segist sjálf hafa verið. — Freyja. Borðaðirðu 6 kg af osti árið, sem leið? EIN af grannþjóðum okkar neytti að meðaltali 6 kg af osti á mann sl. ár, og var það heldur meira en árið áður. Þetta þykir manneldisfræðing- um þó ekki nægilegt, vegna þess hve lioll fæða ostur sé. Hve mikið af osti borðar þú árlega? Ostur er úrvals fæða og íslenzkur matur í þokkabót. Hollt er heima hvað. SAMTÍÐIN er tímarit allra fslendinga. Kraftur hins sunnlenzka gróðurs býr í smjörinu og ostunum frá okkur. Mjólkurbú Flóamanna.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.