Samtíðin - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1956, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN >• Karlmennirnir segja allt, sem /)dm sýnist, um konurnar. Konurn- ar gera allt, sem þeim sýnist við karlmennina. -— Franskt orðtak. Ásin er fyrsta orð Guðs, fyrsta hugsun, sem þaut gegnum huga lians. Þegar luinn sagði: Verði Ijós, varð úst. Og allt, sem hann hafði gert, var harla gott, og hann vildi ekkert luifa látið ógert. Og ástin varð upphaf heimsins og drottnari ver- aldarinnar; en allir vegir hennar eru fullir af blómum og blóði, blóm- um og blóði. — Knut Hamsun. Kona gerir kröfu til jákvæðra loforða um eilífa hamingju. Hún móðgust, ef reyndur og heiðarleg- ur maður er mað nokkurn fyrir- vara í þeim efnum. Heldur vill hún láta svíkja sig. Gott og vel, látum lmna þá verða fyrir svikum. — Claude Anet. Aldursmunur kemur ekki i veg fyrir, að karl og kona geti elskað hvort annað. Hins vegar er fólk, sem ratað hefur i raunir í ástamálum, miklu lxæfara til farsæls lijúskapar en þeir, sem enga reynslu hafa í þeim efnum. Ef þú væntir þér ástar og ert að leita hennar, muntu finna hana á hva'ða aldri, sem, þú ert. — X HVERNIG MUNDI þér líka að eiga sjálfan þig að vini, ef þú værir ein- hver annar? Húsgagnasmíöastofan haugaveg 34B selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur einnig gömul húsgögn til viðgerðar. Fljót og góð afgreiðsla. Sími 81461. 5. vísnaþáttur Shtíldin hvúöu GUNNAR S. HAFDAL, skáldbóndinn í Sörlatungu í Hörgárdal, hefur sent frá sér þrjár kvæðabækur. Eftirfarandi stökur eru teknar með leyfi höfundar úr seinustu bók hans, Stundir skins og skýja, sem út kom sl. ár og hefur að maklegleikum hlotið góðar viðtökur og lofsamleg um- mæli gagnrýnenda: Áramót 1950—''51 Farið ár var fám í hag. Fæstum lífið brosti. Endar hálfnuð öld í dag með utanhrið og frosti. Annan dag Hörpu Harpa markar heilla spor, hlýna kaldir reitir. Bliðuþrungið blessað vor breiðir yl um sveitir. Innsta þráin Hugurinn sér að heiman brá hundrað sinnum frá þér, — en alltaf var mín innsta þrá að una og deyja hjá þér. Bersöglin Bersöglinnar gildi geir greppum er til sóma, svo ekki skilið ættu þeir annarra sleggjudóma. Heillaósk — Send með flösku — Leiðindin þér löngum hafni. Lífsánægjan hjá þér dafni. Gleðin að þér geislum safni. — „Ginið“ drekktu í mínu nafni. Kvöldvísa Allt er kyrrt um haf og hauður. Himinn reifast gullnum blæjum. Blikar aftanroðinn rauður. Rósaskýin standa á gægjum. Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14 II. hæð. Sími 82478.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.