Samtíðin - 01.06.1956, Qupperneq 13

Samtíðin - 01.06.1956, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN 9 !-2“: !' 2DB. saga SAMTÍÐARINNAR - Ægileg nótt Framh. TlU DAGA SAMFLEYTT fvlgdist ég ásamt hermönnum mínum meö majórnum og frú hans, sló tjöldum með þeim og neytti allra máltiða við sama horð og þau. Og með hverjum deginum, sem leið, varð ég ástfangn- ari i frúnni. Sólskinið í Afriku er heitt og vekur meiri ólgu í blóðinu en maður á að venjast. Við vorum hæði ung, og því er ekki að leyna, að frúin var óspör á ástúðina við mig. Þið verðið nú líka að hafa i liuga, að ég var eini maðurinn, sem hún gat gefið sig að i tjöldunum. Majórinn var á sífelldu veiðisnatti með fylgd- annönnum sínum, og það kom því alltaf í minn hlut að vera lijá henni á daginn. Það væri synd að segja, að ég hefði unað illa hlutskipti mínu. Á ellefta degi komum við til stærð- ar þorps, og þá gerðist nokkuð ný- stárlegt: svertingjarnir þar og höfð-i ingi þeirra tóku okkur tveim hönd- Um og fögnuðu okkur með einlægri hrifningu. Höfðinginn liafði fyrr hitt hvíta menn og orðið vel til þeirra. Okkur voru fengnir nokkrir kofar til afnota og gnægð vista, og auk þess lofaði höfðinginn að láta efna til nieiri háttar liátíðahalds okkur til heiðurs. Við héldum nú þarna nokkra (laga kyrru fyrir, og kvöldið áður en við ætluðum að lialda burt þaðan, höfðu bumburnar hljómað og kallað fólk til þorpsins úr nærliggjandi skógum. Hátíðin skyldi hefjast. Við höfðum tyllt okkur á nokkrar ábreiður, sem breiddar liöfðu verið á jörðina, úti fyrir kofum okkar, og á bersvæðinu fyrir framan okkur hófst dansinn með allri þeirri viðhöfn, sem innbornir menn einir kunna að túlka, þegar þeir setja hátíð á svið. 1 aug- um okkar Lísu, konu majórsins, var þetta stórkostlegur viðburður. Majór- inn kvaðst aftur á móti enga ánægju liafa af að horfa á eitthvert sprellu- verk í fáeinum hálftrylltum svert- ingjahjálfum, en stakk liins vegar upp á því, að svertingjahöfðinginn drykki með sér viskíflösku. Hann var auðvitað himinlifandi og barnslega glaður vfir þessum heiðri og varð óðara pöddufullur. En við Lísa tvö sátum þarna og horfðum hugfang- in á þennan einstæða sjónleik, sem fór fram andspænis okkur, umkringd frumskógi, leirkofum, náttmvrkri og nöktum svertingjum. Bumbur voru barðar. Söngurinn hljómaði frá raddfærum hinna svörtu söngvara. Reykurinn frá eld- unum var ramtnur, og það var blæja- logn. Allt var ákaflega frumstætt. Alls staðar ríkti gleði manneðlisins yfir lífinu og tilverunni, ástin milli kynjanna. Dansinn varð sí og æ trylltari, meira eggjandi en áður og loks æðisgenginn. Hróp dansendanna urðu dýrslegri og dýrslegri. Allt þetta varð að megnasta töfradrykk fyrir okkur tvö, unglingana, sem sátum þarna gagntekin og störðum á það, sem fram fór. Við héldumst í hendur og gleymdum stund og stað. Við skvnjuðum það eitt, að við vorum tvö

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.