Samtíðin - 01.06.1956, Page 18

Samtíðin - 01.06.1956, Page 18
14 SAMTÍÐIN þótt ég viti vel, að ég hef misst hann á gólfið. Ég læt hann liggja þar og fer niður. Gamli maðurinn stendur enn við opnar dyrnar. Hann skelfur af ótta, þegar ég lít á hann. Ég stíg út fyrir þröskuldinn og sný mér við til að tala við hann. „Er þetta hús til sölu?“ spyr ég. Hann starir á mig, og óttinn skín út úr galopnum augunum. Svo mynd- ar hann sig til að loka dyrunum hægt og gætilega. Ég endurtek spurning- una: „Er þetta hús til sölu?“ Þá opnar hann munninn til að svara einhverju. Varir hans reyna að mynda orð. Hann ætlar að . . . hvar ... hvað er ég að gera hér . .. ég ...“ „Róleg, ungfrú Carroll. Nú eruð þér vöknuð aftur. Yður hefur verið að dreyma.“ Geðsjúkdómalæknirinn laut niður að henni, og allt í einu þekkti hún hann. „Ó, það eruð þér, læknir! Já, auð- vitað. Já, mig var að dreyma. Mig dreymdi það allt aftur. Kom það að tilætluðum notum?“ „Algerlega. Hvílið þer yður nú nokkrar mínútur, meðan þér eruð að jafna yður eftir áhrifin. Þér getið Idustað á mig, meðan þér hvilið yð- ur.“ Hann stóð upp og gekk út að glugg- anum. „Það er húsið, sem veldur yð- ur áhyggjum, ungfrú Carroll. Segið þér mér, hafið þér nokkurn tíma átt yðar eigið heimili?" „Aldrei.“ „En yður hefur alltaf langað til þess ?“ „Já, það hefur verið min heitasta ósk að eiga mér heimili, þar sem ég gæti haft vinnustofu út af fyrir mig.“ „1 sannleika sagt nálgast sú löngun vðar eldheita þrá —, sem aftur nálg- ast sturlun?“ „Ég býst við því.“ Hann sneri sér við og stóð nú and- spænis henni, en forðaðist að horfa í augu hennar. „Þér vitið, ungfrú Carroll, að mannshugurinn er óútreiknanlegt tæki. Þegar undirvitundin er að verki, geta orðið til fáránlegustu og ótrúlegustu hugmyndir. Ég er þeirr- ar skoðunar, að undirsdtund yðar sé að reyna að fullnægja þeirri þrá, sem býr í vitund yðar. Með öðrum orðum, þá liefur undirvitund 3’ðar fundið einmitt það hús, sem þér hafið þráð svo mjög, en þér getið aðeins komizt þangað í draumum yðar. Því lengur sem þér alið í brjósti þessa þrá eftir eigin fyrirmyndarheimili, því oftar mun yður dreyma það, þar til loks, að sál yðar . . . Ég held, ungfrú Carroll, að húsið, sem þér voruð að lýsa, sé i raun og veru til — eða sé það, sem v i ð köll- um veruleika. Þér verðið að finna þetta hús. Takið yður frí einn dag og leitið að því. Ef þér finnið það ekki, þori ég ekki að ábyrgjast afleiðing- arnar.“ HELEN fór að ráðum geðsjúk- dómalæknisins. Einn góðan veðurdag ók hún eftir mjórri götu úti á lands- hyggðinni, og undir eins fann hún á sér, að þetta var sama gatan og hún hafði staðið á í draumnum. Hún gekk upp stiginn, di’ap á dyr,

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.