Samtíðin - 01.06.1956, Síða 20

Samtíðin - 01.06.1956, Síða 20
1(5 SAMTÍÐIN -f/m víöa verötd— Nafnafalsari tekinn úr umferð. JOSE TAVARES var einn af ægilegustu nafnafölsurum i Portúgal. Árum sanian lék hann þá list að fara í hvern bankann af öðrum, bæði i Portúgal og á Spáni, með falskar á- vísanir og fá þær greiddar. Hann lét sig auk heldur ekki muna um að skreppa til Frakklands og Belgíu og narra þar sem svarar 500.000 ísl. kr. út úr bönkum með þessum vélráðum. Dag einn framvísaði Tavares falskri ávísun i banka i Lissabon, en var þá samstundis tekinn fastur, ekki af því að neitt sæist atlmgavert við nafn útgefandans, heldur vegna J)ess að hann hafði þá nýlega verið tekinn fastur vegna eiturlyfjasölu. Lögreglan hafði skipað hönkunum að handsama hvern þann, er kæmi með ávísun útgefna af eiturlyfjasal- anum. Tavares færði sönnur á, að hann hefði ekki átt nein viðskipti við smyglarann, en meðan á því stóð, áttaði réttvísin sig á því, að hann var nafnafalsarinn, sem hún hafði árum saman leitað með logandi ljósi. Enginn banki gat betur séð en að nöfnin á ávísunum falsarans væru eins og þau áttu að vera, en hand- hafar nafnanna vildu ekki kannast við að hafa skrifað þau. Tavares hafði dottið ofan á algerlega örugga nafnafölsunaraðferð, sem hann liarð- neitaði að skýra lögreglunni frá, enda þótt honum væri hótað lífstíðar- l'angavist. Yfirvöld Portúgals íhuguðu mál þetta vandlega og komust að þeirri niðurstöðu, að stórhættulegt gæti orðið að hneppa Tavares i varðhald, því að vel mætti svo fara, að hann kenndi öðrum föngum glæpalist sína! Þau buðu honum því ókeypis för til Madeira og geysimikla fjárhæð að auki, ef hann lofaði tvennu: að kenna engum nafnafölsun og að hverfa aldrei heim aftur til Portúgal. Tavar- es gleypti við þessu rausnarboði, enda heið hans að öðrum kosti 20 ára refsi- vist. ★ örðug vatnssókn. TIL ERU þeir staðir í heimi hér, þar sem drykkjarvatn er ekki að hafa nema á hafsbotni. Meðal þeirra er eyjan Nangone. Jarðvegur eyjar þessarar er svo gljúpur, að allt rign- ingarvatn, sem á hana felluiy sígur undir eins niður úr honum og mynd- ar rennsli neðan jarðai’, er síðan konxa upp úr hafsbotninum við eyj- una. Þegar íbúa Nangone þyrstii', vei’ða þeir að gera svo vel að kafa niður að þessum neðansjávarupp- sprettum og drekka af þeim. Kafa þá venjulega tveir saman, og stendur sá óþyrsti á baki þess þyi'sta til þess að halda honum niðri á botni, rneðan hann teygar uppspi'ettuvatnið. ER JÖRÐIN að vei'ða of þéttbýl? spyi’ja menn um heim allan. Barna- dauðinn hefur minnkað geysilega á síðustu áratugum og mannsævin lengst. Telst mönnum til, að mann- kyninu fjölgi nú árlega um 30 milljónir.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.