Samtíðin - 01.06.1956, Side 31

Samtíðin - 01.06.1956, Side 31
SAMTÍÐIN 27 þó þú gætir það, væri það gersam- lega tilgangslaust; þeir mundu undir eins brenna.“ STRÁKUR NOKKUR hafði verið að stela brennivíni frá húsbónda sín- um. Einu sinni kom húsbóndinn að honum niðri í kjallara, þar sem flask- an var geymd, og kallaði til hans: „Að hverju ertu að leita hér?“ „Engu.“ . „Það finnurðu í flöskunni, sem brennivínið mitt var í.“ KOSTGANGARI, sem var mikill dýravinur, lét í ljós ánægju sína, þeg- ar hann sá, að matseljan setti disk með alls konar kræsingum fyrir hund- inn sinn. „Þetta borgar sig,“ sagði konan; það sparar mér alveg uppþvott." „AF HVERJU læturðu barnið sofa í svona voðalega liáu rúmi?“ „Til þess að við heyrum betur, ef það dettur út úr því.“ IRSKUR FISKIMAÐUR réð sig á skip, sem var í strandsiglingum við Irland, og skyldi hann leiðbeina því milli skers og báru, en var sjálfur algerlega ókunnugur siglingaleiðinni. „Mér er sagt, að hér sé skerjótt,“ sagði skipstjórinn. I því kvað við hár brestur, og skip- ið stóð kyrrt. „Og nú lentum við á fyrsta sker- inu,“ anzaði leiðsögumaðurinn. ffeyju-vörur mæla með sér sjálfar. Veljið það bezta. PREYJA H.F., sælgætis- og efnagerð Lindargötu 12. Símar 4014 og 2710. Fötin frá ANDRÉSI fara yður bezt. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar, Laugavegi 3, Reykjavík. Sími 81250. Barnakjólar, kvenkjólar og kvenundirföt ávallt til á lager V.H. Vilhjálmsson heildverzlun. Bergstaðastræti 11 B. — Reykjavík. Símar 5783 og 81418. - P.O. Box 1031.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.