Samtíðin - 01.07.1958, Page 8

Samtíðin - 01.07.1958, Page 8
4 SAMTÍÐIN frá því að geislavirkt ryk þyrlast út í geiminn, þar til það fellur tii jarðar hægt og hægt. Nú eru síðustu forvöð að stöðva þetta brjálæði. Mannkynið er i yfirvof- andi hættu. Veistu *? 1. Við livaða á París stendur? 2. Hvaða íslenzkur nútímahöfundur á flesta lesendur? 3. Hver fyrstur blés jazz? 4. Hvað nafnið Ambrósíus merkir? 5. Hve langt er úr miðbæ Reykjavik- ur til Bessastaða? — Svörin eru á bls. 32. Efni þessa heftis: Dr. Schweitzer varar við kjarn- orkusprengjum ................... — 3 Óskalagatextar .................. — 4 Ástamál ......................... — 5 Kvennaþættir Freyju ............. — 6 Draumaráðningar o.fl............— 9 Helgi Valtýsson: Átján ára (saga) — 10 F. Crane: Örvæntu ekki.......... — 13 O. W. Habei: Þrír bræður (saga) . . — 14 Tvö ung Ijóðskáld (ritfregnir) .... — 15 Guðm. Arnlaugsson: Skákþáttur . . — 17 Árni M. Jónsson: Bridge ......... — 18 Bréfaskóli Samtíðarinnar ........ — 19 Verðlaunaspurningar ............. — 21 Afmælisspádómar fyrir júlí ...... — 23 Viðsjá ...........................— 27 Tólfti September: Til Eyjafjarðar (Ijóð) .......................... — 29 Forsíðumynd: GLENN FORD og ANNE FRANCIS í MGM-kvikmyndinni „Black- board Jungle", sem Gamla Bíó sýnir bráð- lega. Tízkan er á okkar bandi. Landsins beztu og fjölbreyttustu prjónavörur. Sent gegn póstkröfu. HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 12779. atextar Við birtum vegna áskorana: Síðasti vagninn í Sogamýri Texti eftir Jón Sigurðsson. Síðasti vagninn í Sogamýri — strætó í Sogamýri. — Ef honum ei ég næ, ég aldrei nokkurn annan fæ. Síðasti vagn í Sogamýri'. Á siðkvöldin dimm ég sæki’ á þinn fund, en stanza oítast rétt örlitla stund; því að ég hlaupa má, ef strætó í ég ætla’ — að ná, Það er svona og svona að segja því frá. Siðasti vagninn ... Á laugardagskvöldið, rétt laust fyrir eitt, ég læddist frá þér, þó væri það leitt. Ég burtu hljóp svo hratt. á hausinn stakkst og flatur datt. Allur auri drifinn ég segi það satt. Síðasti vagninn ... Ég stóð samt upp aftur og flýtti nú för; með fleiðrað enni og stokkbólgna vör og sá, hvar vagninn rann mig skildi eftir aumingjann, svo ég mátti arka heim aftaninn þann. Síðasti vagninn ... Og hér eftir aldrei ég hleyp slíkan sprett, Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes. Laugavegi 30. Sími 19209. Trúlofunarhringir, 14 og 18 karata Steinhringar, gullmen.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.