Samtíðin - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.07.1958, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN Kvennaþættir Samtíðarinnar — I^Ltitjóri 'D'reijja MYNDIN hér að ofan er af nýjustu Parísarhárgreiðslunni, „Caravelle“, eins og hún nefnist. Samkvæmt lienni á hárið að falla i mjúkum, hrúsandi liðun kringum ennið, en vera stutt- klippt í vöngum. Leggið rækt við hárið TIL ÞESS AÐ hárið sé fallegt, þarf að hursta það daglega með góðum hárbursta. Margar konur halda, að það taki bylgjurnar úr hárinu, en því fer fjarri. Þegar stúlkur eru orðn- ar 18—20 ára, ættu þær að láta „permanent“ í hárið, nema þær hafi hrokkið hár frá náttúrunnar hendi. En varast skal að setja stífar krullur í hárið. Það er ekki í tizku, enda ger- ir það allar konur miklu ellilegri. Liðunin á að vera mjúk. Auðvitað her að forðast að hafa hárið óhirt með öllu, enda þótt sum- um finnist það bera vitni um gáfur og haldi, að hugarfarið snúist þá um annað og meira en að hirða sig vel! Slík vanhirða gerir að minnsta kosti enga stúlku eftirsóknarverða. Nú fást orðið alls konar skolvötn fyrir hár, sem setja á það fallegri blæ og gljáa en áður tíðkaðist, án þess að um litun sé að ræða. Þvoið liárið vikulega. Það er nauðsynlegt, vegna þess að ryk og óhreinindi eru verstu óvinir þess, en livort tveggja vill mjög safnast í það. Sumartízkan 1958 LITI OG LINUR á hver kona að velja sér eftir því, sem fer henni hezt. Ef til vill er tízkan um þessar mund- ir það ungæðisleg, að talsverða gát þarf að hafa í vali fatnaðar; gæta þess m. a., að pilsin séu ekki of stutt og sniðið ekki of fáránlegt eða djarft. Fáið ykkur snotrar dragtir, þægileg- ar kápúr og slétta kjóla, sem eru liðlegir til daglegrar notkunar. Ljósir litir eru mjög í tízku. Þeir fara flest- um vel. Tízkan býður konum alllaf Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum frá þekktustu tízkuhúsum heims. —■ Sendum gegn póstkröfu. KAPAN H.F. Laugavegi 35. — Sími 14278.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.