Samtíðin - 01.07.1958, Page 16
12
SAMTÍÐIN
sofnaðu svo — því þetta verður nokk-
uð seint — með hljóm raddar minnar
í eyrum. —• Og þá mun ég koma til
þín — í draumi. Öðruvísi fæ ég ekki
til þín komið. — Og þannig skaltu
minnast mín!“
„Ég man þig alla ævi!“ — Hrekk-
ur við: „En þú kemur aftur! Gerirðu
það ekki? Næsta sumar! Þá skal ég
vera með þér allan tímann, kannske
heilar þrjár vikur. — Og þá verð ég
orðinn — nitján ára!“
„Og ég lika heilu ári eldri, vinur
minn! — Þú ert enn svo ungur. —
Og verður alltaf ungur! En nú verð
ég að fara heim í gistihúsið og borða
og húa mig undir brottförina — hinn
daginn.“
„En þú hefur nú allan morgundag-
inn — og þá . ..“
„Jáa-á, jæja. -— En samt. Það er
svo margt. — En kæra þökk fyrir
daginn í dag — og alla dagana tólf!
— Það liafa verið dýrlegir dagar og
dásamlegir. — Yndislegustu dagar
ævi minnar um langan aldur.“ —
Hún brosir, og augu hennar verða
dökk af trega: „Kysstu mig nú góða
nótt — að lokum. — Þú hefur aldrei
beðið mig um það, og ég ætlaði held-
ur ekki að gera það!“
Hann blóðroðnaði eins og ung
stúlka. Svo lokaði hann augunum
fyrir ljósmagni augna hennar og
hvarf til hennar. Hún vafði örmum
um háls honum og kyssti liann heitt
og innilega.
Hann áttaði sig og vaknaði — eins
og af draumi. Svo stalck hann and-
litinu undir vanga hennar og þrýsti
henni að sér: „Góða nótt, ástin míri,
ástin mín,“ hvíslaði hann hálffeim-
inn. -— Ég sæki þig á jeppanum eftir
miðdegisverð á morgun! Og svo ök-
um við langt, langt burt — í siðasta
sinn.“ Hann bítur á vörina og snýr
sér undan.
Hún losar sig gætilega úr faðmi
háns og horfir lengi og ástúðlega á
liann — en órætt.
„Ja-á. — Við sjáum þá til.“
Síðan óku þau niður að gistihúsinu.
ÞEGAR HANN kom til gistihússins
daginn eftir að afliðnu hádegi, frétti
hann, að hún liefði farið með 12-
bílnum . ..
Þann 25. september lá hann allt
kvöldið á dívaninum í herbergi sínu
með útvarpsldafann á höfðinu, en
lágt stillt tækið niðri í stofunni. —
Leiknum liafði verið útvarpað í heild,
og liann hafði heyrt rödd liennar
öðru hverju, en aðeins hlustað á
raddblæinn og orð og orð á stangli.
Klukkan 22,15 hrökk hann við. Nú
talaði hún til hans — hvíslklökkum
ástarorðum, hljóðlátum og hugljúf-
um, en svo straumþungum af bliðu
og ástríki, að hann fann yl þeirra og
ilm á vörum og í vitum sér. Orð
liennar hárust sem fjarlægur ómur
af silfurbjöllum:
„Ástin mín, ástin mín! — Við hitt-
umst aldrei framar! — En ég mun
ald'rei gleyma þéil!“ — Og hann
heyrði, að liún grét liljóðlátlega.
Hann hallaði sér aftur út af á dív-
aninn og grét sig í svefn — seint og
um síðir.
Hann var enn aðeins átján ára.