Samtíðin - 01.07.1958, Side 18

Samtíðin - 01.07.1958, Side 18
14 SAMTÍÐIN hinni góðu baráttu til hinztu stundar. Myrkir og banvænir hugarórar. Þegar þeir sækja á þig, skaltu hrista þá af þér. Farðu þá út og taktu þér verk í hönd. Forðastu að lesa bækur, sem fullar eru af bölsýni. Hlustaðu ekki á fólk, sem er uppfullt af mæðu- semdum. Vísaðu skuggunum á hug. Haltu þig í sólskininu. Þjakandi umhverfi. Vertu þar elcki stundinni lengur, jafnvel þótt það kosti þig ærið fé eða jafnvel stöðu- og vinamissi. Allt þetta er þó betra að missa en lífið sjálft. Farðu þang- að, sem fögnuður, heilsusemi og hirta ríkir, jafnvel þótt þú verðir að gefa fyrir það aleigu þina. Orð. Leggðu ekki í vana þinn að tala um óhöpp, dapurleik, vonbrigði eða myrkur. Talaðu heldur um von- gleði, velgengni og sigursæld. Treystu Guði. Treystu sjálfum þér. Ræddu um áhugasemi, en ekki áhugaleysi. Sérhver mannleg vera verður að berjast meira eða minna gegn upp- lausnaröflunum í sál sinni. Örvænt- ingin er óvinur alls mannkynsins. Hún er annað nafn á óvini alls lifs. Við skulum berjast gegn henni nótt og nýtan dag. Þingmaður nokkur hafSi haldið frá- munalega ómerkilega ræðu. Þá sagði einn af fundarmönnum: „Hann átti enga aðdáendur, þegar hann stóð upp og engan öfundarmann, þdfjar hann settist.“ Freyju-vörur mæla með sér sjálfar. Veljið það bezta. FREYJA H.F., sælgætis- og efnagerð. Lindargötu 12. Símar 14014 og 12710. •XVÍVÍVX* 236. 5AGA SAMTÍÐARIN N AR XvMvXvI 0. W.JUJ: ÞRÍR BRÆÐUR ÞRlR RRÆÐUR, bóndasynir uppi í sveit, fóru að heiman og leituðu sér atvinnu í stórborg. Þeir fengu allir vinnu hjá sama fyrirtækinu og byrjuðu með sama kaupi. Fimm ár- um seinna fékk einn þeirra 200 dali á mánuði, annar 300 og sá þriðji 500. Þegar faðir þeirra frétti um þetta mikla ósamræmi í launagreiðslunum til sona sinna, ákvað hann að heim- sækja vinnuveitanda þeirra og kom- ast að raun um, hvers vegna drengj- unum væri goldið svona mishátt kaup. Honum virtist það ekki bera vitni um mikla sanngirni. „Það er hezt, að ég láti þá skýra þetta sjálfa fyrir yður,“ sagði for- stjórinn og studdi á hnapp undir skrifborðinu sínu. Þá kom Jakob, kauplægsti bróðirinn, inn í skrifstof- una. „Ég hef heyrt, að skipið „Oeeanic“ sé nýkomið í höfn,“ mælti forstjór- inn. „Viltu skreppa fyrir mig um borð og ná í farmskrána.“ Þrem mínútum seinna var Jakob kominn aftur úr þessari sendiför. „Skipið er með 2.000 selskinn,“ sagði hann. „Ég hringdi í 1. stýrimann og fékk að vita það hjá honum.“ „Þakka þér fyrir, Jakob,“ svaraði forstjórinn. „Þá var það ekki annað i þetta sinn.“ Aftur studdi hann á hnappinn, og

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.