Samtíðin - 01.07.1958, Síða 21
SAMTÍÐIN
17
Cjii(ím. ^yCrníaugiion: 26. játtizr
IÓI(\ ARLUXD
PÖLSK-ARGENTÍSKI taflsnilling-
urinn Najdorf hefur verið einhver
sérkennilegasti leikarinn á heimssviði
skákarinnar undanfarna tvo áratugi.
Þessi smávaxni, sibrosandi gyðinga-
drengur, sem varð ókrýndur skák-
kóngur Argentínu á stríðsárunum og
var sjálfur ekki í minnsta vafa um,
að liann mundi leggja undir sig það,
sem eftir var af heiminum, er nú orð-
inn gráhærður og lífsreyndur mið-
aldra maður, en minnir þó enn
serið oft á kenjóttan krakka. —
Hann er kominn yfir hátind frægð-
ar sinnar, og enginn talar leng-
ur um hann sem efni í heiiris-
nieistara. En margan frægan sigur
hefur hann unnið og marga skemmti-
lega skákina teflt. Hér kemur ein
þeirra, tefld heima í Póllandi árið
1929, áður en hann hleypti heimdrag-
anum og varð frægur maður. Þessi
skák er tiltölulega ókunn, en sýnir
vel þá fórnarlund, er aldrei bregzt
að hrífa áhorfendur skáka: að fórna
sínum eigin mönnum hverjum á fæt-
Ur öðrum, en máta kóng andstæð-
mgsins. Ég set engar skýringar. —
Skákin talar sínu máli:
Najdorf — Shapiro
1. e2—e4 e7—e6 2. d2—d4 d7—d5
3. Rbl—c3 d5xe4 4. Rc3xe4 Rb8—d7
5. Rgl—f3 Rg8—f6 6. Bfl—d3 Bf8
—e7 7. 0—0 b7—b6 8. Rf3—e5 Bc8
—h7 9. Re4xf6f g7xf6 10. Re5xf7
Ke8xf7 11. Bdl—h5f Kf7—g8 12.
Hfl-—el Rd7—f8 13. Helxe6 Rf8xe6
14. Bd3—c4 Dd8—d6 15. Bcl—h6
Be7—f8 16. Hal—el Bb7—c8 17.
Dh5—e8 Bc8—d7 18. Helxe6 Ha8xe8
19. He6xe8f Bd7—e6 20. Bc4xe6f
Dd6xe6 21. He8xf8 mát.
KJÖRORÐ FRÆGRA IVIAIXIIMAl
Cardell MtulC
fyrrum utanrikisráðherra Banda-
ríkjanna, valdi sér þessi oi'ð eftir
H. G. WELLS: „Við höfum skrif-
finnsku og kennslu, vísindi og vald;
við höfnm tamið dýrin og beizlað
eldinguna ... en enn þá eigum við
eftir að temja sjálf okkur.“
Cjreinar^erÉ:
ÞESSI ORÐ úr „Mannkynssögu-
ágripi“ („Outline of History“) væru
í dag liollur lestur öllum þeim, er
eiga sæti í alþjóðanefndum og ganga
ætla til fundar. Sá friður, sem við
hömumst svo mjög við að vinna,
verður ekki unninn með því, að við
sigrumst hver á öðrum við friðar-
borðið, fremur en með því, að við
göngum milli bols og höfuðs hver
á öðrum á vígvellinum. Til þess að
geta lifað í sambýli verða þjóðir,
rétt eins og fjölskyldur við sömu
götu, að standa á rétti sínum með
sæmd. Sérhver þjóð verður að varpa
fyrir borð eigingirni, auvirðilegri
metorðagirnd, hleypidómum og til-
hneigingu til að auðgast á kostnað
nokkurrar af grannþjóðunum.
Og við verðum að temja okkur
sjálf; enginn annar getur gert það
í okkar stað. Friður er ekki mál,