Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN um mjaðmir, er það dauðasölc!), kemur hún alls eklci til greina. En ekki er nóg, að hún gangi i augun á karlmönnunum. Flugfreyjur PAA verða að vekja aðdáun kvenþjóðar- innar engu siður. Fer þá að verða þröngt nálaraugað, sem stúlkunum er ætlað að smjúga gegnum. Og livað skeður svo venjulega, ef þær stand- ast prófið? Að þær hætta störfum eftir svo sem tvö ár og giftast. •Jc Áttu fyrirmyndar eiginmann? 1. Hjálpar hann þér við uppþvott- inn ? 2. Færir hann þér nokkurn tíma morgunkaffið í rúmið? 3. Færir liann þér stundum óvænt hlóm ? 4. Veitir hann nýju höttunum þínum jákvæða athygli? 5. Man liann eftir giftingardegin- ykkar? Þetta er próf. Gefðu manni þínum 2 stig fyrir hvert JÁ, eins og hann væri að taka landspróf. Fyrsta eink- unn er 7.25, ágætiseinkunn 9! Ekkert sameiginlegt STODENT skrifar: Kæra Freyja. Eg les þættina þína með mikilli at- hygli, og nú langar mig til að spyrja þig ráða. Eg er trúlofaður, en lief smám saman verið að uppgötva, að kærastan og ég eigum hókstaflega EF ÞAÐ ER LJÓSMYND, þá talið fyrst við okkur. — Barnaljósmyndir okkar eru löngu viðurkenndar. — Ljósmyndastofan Loftur h.f. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. engin sameiginleg áhugamál né hugð- arefni. Samt elska ég liana. Segðu mér: Er rétt, að við giftumst, þegar svona ömurlega er ástatt um okkur? Ég legg mikið upp úr áliti þínu. SVAR: Kæri stúdent. Ég er alger- lega ókunnug ykkur, þvi að bréf þitt veitir alls engar upplýsingar um ykkur. En svo mikið get ég þó sagt þér, að skortur á því, sem þú kallar sameiginleg áliugamál, þarf alls ekki að koma i veg fyrir, að hjónaband ykkar geti orðið farsælt. Fyrst þú elskar stúlkuna þína, og ef hún er góð og henni þykir vænt um þig, eins og ég get búizt við, ætt- uð þið að mínu áliti alls ekki að skilja. — Þín Freyja. Fegrun og snyrting RAGNA GUÐMUNDSDiÓTTIR skrifar mér ágætt bréf og biður um ýmsar ráðleggingar. Eg ráðlegg þér, Ragna, að vera sem mest í sólböðum að sumarlagi og eins væi'i gott að liafa ljósböð, ef þú skyldir eiga þess kost. Þú skalt forðast að horða of mikið af kökum eða feitmeti. Rezt er fyrir þig að fá Poly Color litashampoo nr. 15 eða 22, sem lífgar litblæinn á hárinu og gefur því gljáa. En sé hárið mjög þurrt, er ágætt fyrir þig að fá þér eina túhu af Bio Dop. Við bólunum er gott að nota Walderma krem, sem fæst í túbum. Þú skalt nota Beztu tækifærisgjafirnar fást hjá Ura- og skartgripaverzlun Magnúsar Ásmundssonar & Co. Ingólfsstræti 3. Sími 17884, Laugaveg 66

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.