Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 ára aldurs (árið 1948), von Hinden- burg var forseti Þýzkalands, er hann lézt 87 ára gamall (árið 1934). — Finnsku forsetarnir, Mannerheim og Paasikivi, gegndu embættum til 79 og 86 ára aldurs. Þessir brezku for- sætisráSherrar sátu í embættum sem liér segir: Palmerstone til 81, Bea- consfield til 76, Baldwin til 70, Cham- berlain til 71 og Churchill unz hann var 81 árs. Smuts gamli i SuSur- Afriku féll í kosningum, er hann var 78 ára (1948). Svo maSur gleymi nú ekki Frökkum, skal þess aSeins getiS, aS Clemenceau lét af forsætis- ráðherraembætti 79 ára gamall (treysti sér þá vel til aS verSa for- seti lýSveldisins) og Petain marskálk- ur var leiStogi franska rikisins til 88 ára aldurs. Þróunin stefnir nú óSum aS þvi, aS stjórnmálamenn nútímans eigi eftir aS sitja fundi, þar sem stórmál- um verSur ráðiS til lykta undir for- sæti glöggskyggnra og heilsugóSra níræSra manna. Og sennilegt þykir, aS þess verSi ekki ýkjalangt aS híSa, aS forsætisráSherrar fái heillaskeyti 100 ára gamlir. Ung blómarós ók bíl. Allt í einu varS eitthvað að vélinni. Góða stund blikuðu umferðarljósin jram undan, grœn og rauð til skiptis, en ekki haggaðist bíll- inn. Loks kom lögregluþjónn vaðandi og sagði: „Hvað er þetta, ungfrú, líkar yður bara hvorugur liturinn á ljósunum?“ Borðið físk og sparið FISKHÖLLIN Tryggvagötu 2. — Sími 11240. SANNAÐU TIL: að áhyggjur þínar eru eins og ruggu- stóll. Þú hjakkar þar alltaf í sama farinu. ♦ að sá maður er alveg óþolandi, sem heldur áfram aS segja þér frá líS- an sinni, ef þú spyrð hann í mesta sakleysi, hvernig honum liði. ♦ aS iðjuleysingjar njóta þess bezt að hafa mikið að gera og koma engu í verk. ♦ að margir myndu eiga stórum hetri elliár, ef þeir væru ekki alltaf að safna fé til þeirra. ♦ að sumir menn eru sjálfir valdir að þeim vandamálum, sem þeir eru alltaf að fjargviðrast yfir. Manndýrkun HERLÆKNIR var að bisa við að ná kúlu úr síðunni á einum af ridd- urum Napóleons mikla. „Ég vona, að þér finnið ekki mjög mikið til,“ sagði læknirinn. „SkeriS dýpra,“ anzaði maðurinn, „þá munuð þér finna keisarann varð- veittan í hjarta minu.“ SAMI læknir var að enda við að taka handlegg af öðrum hermanni Napóleons. HermaSurinn greip af- höggna handlegginn, lyfti lionum og hrópaði: „Lifi keisarinn! Lifi Napó- leon!“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.