Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 24
20 SAMTÍÐIN 8. Reyna mun á réttlætistilfinningu þína. Ýmisleg viðfangsefni bíða úrlausnar í starfi þínu og heimilismálefnum. Festu þarf til að koma þar öllu i gott horf. 9. Velta mun á ýmsu. Horfur eru á, að þér muni bregðast stoð og styrkur, og er því ekki líklegt, að þú hækkir í tign. Var- astu málaferli i því sambandi. 10. Fyrri hluti ársins mun afla þér vina og nýrra sambanda. Á seinni árshelmingi er hættara við svikum og óheilindum. 11. Sitthvað verður til tafar. Gættu vel heilsu þinnar fyrri hluta ársins. Miðhluti ársins verður beztur til starfa, viðskipta og fjáröflunar. Árslokin geta orðið við- sjárverð. 12. Dugnaður þinn mun sigrast á örðug- leikunum. Vertu varfærin(n) í bréfaskrift- um. Á miðju ári 1960 verður bezt að ferð- ast. 13. Ásta- og hjúskaparmálin verða dá- lítið reikul. Hugsanlegt er, að óvinátta myndist. Hömlur kunna að verða lagðar á. Þörf er á að varast freistingar. 14. Ættingjar eða nágrannar munu valda erfiðleikum, en góðar breytingar eru samt í vændum. Árslokin munu færa þér nokkrar áhyggjur, en einnig hagsæld. 15. Það mun reyna talsvert á þig. Störf og viðskipti munu reynast örðug. Breyt- ingar, sem eru þér óviðráðanlegar, munu gerast. 16. Treystu ekki gæfunni. Vertu hag- sýn(n) í fjármálum og gættu sparifjár þins. Páskarnir 1960 verða góðir til ásta og hjúskapar. 17. Þú munt verða að brjóta mótspymu á bak aftur. Fjármálin munu reynast þér örðug. Tekjur verða góðar, en útgjöld til- finnanleg. 18. Fram að jólum mun þér yfirleitt vel ganga, en með ársbyrjun 1960 verða ýms- ar freistingar á vegi þínum. Gættu þess, að þú verðir ekki látinn takast á hendur þungbærar skuldbindingar. 19. Nokkur hætta er á því, að þú verðir fyrir fjárhagstjóni eða viðskiptaörðug- leikum. Vertu ekki ósanngjarn (gjöm) í samskiptum þínum við aðra. 20. Það hillir undir vandamál, sem ekki JJií tœhlpœrióýji ara ÍX ÚR DG KLUKKUR Í? SKARTGRIPIR Í? BDR-ÐSILFUR Ít LISTMUNIR & EINNIG: KVENTÍZKUVÖRUR ávallt í fjölbreyttu úrvali hjá okkur. Komelúus •Mónsson Ura- og skartgripaverzlun Skólavörðustíg 8. Sími 18588. * IJr- oy Listmunir Austurstræti 17. Sími 19056. Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.