Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN ★ AFREKIN HEFJA5T ★ EFTIR SEXTUGT „EF ÞÉR ERUÐ 65 ára, skuluð þér byrja að hlakka til. Ef til vill verður það þá á næstu tíu árum, sem frægðarferill yðar hefst fyrir alvöru.“ Þannig komst hinn gamli kanslari Vestur-Þýzkalands, Konrad Aden- auer að orði við 66 ára gamlan ung- ling, sem kom til að óska honum til hamingju, er hann varð 83 ára. Ef við athugum aldur ýmsra stjórnmálamanna, komumst við að raun um, að þessi ummæli Adenau- ers hafa við rök að styðjast. Meiri hluta heimsins er stjórnað af mönn- um, sem löngu eru fallnir fyrir hinu kjánalega lága aldurstakmarki emb- ættismanna, og myndu þeir skrimta á eftirlaunum, ef þeir lytu venjulegu lögináli aldursuppgjafarinnar. • ADENAUER með 83 ár sín á lierðum er enn mikill starfsmaður og sá maður, sem Vestur-Þjóðverjar hafa borið mest traust til á hinum örðugu árum eftir heimsstyrjöldina. • JÓHANNES PÁFI XXIII. er af mörgum talinn hafa komið með ferskan andblæ inn í páfaríkið í Róm. Hann verður 78 ára í næsta mánuði. • GtJSTAF VI. ADOLF Svíakon- ungur er fullur áhuga á fornleifa- fræði og maður ágætlega að sér í þeirri grein. Hann verður 77 ára 11. nóvemher. • THEODOR HEUSS, forseti Samhandslýðveldis Vestur-Þ}rzka- lands er 75 ára. • Hinn frábærlega duglegi þjóð- arleiðtogi Gyðinga í Israel, BEN- GURION, er 74 ára. • Hinn nýkjörni forseti Ira, de VALERA er 71 árs. • Forsætisráðherra Portúgals, SALAZAR, er sjötugur. • Foringi kínverskra þjóðernis- sinna, CHIANG KAI-SHEK á For- mósu er 72 ára. • EISENHOWER Bandarikja- forseti er 69 ára. • CHARLES de GAULLE Frakk- landsforseti er jafnaldri lians. — En yngstur allra þessara manna er KROSTÉV, valdamesti maður Sovét-Rússlands. Hann er að- eins 65 ára. TIL FRÓÐLEIKS má geta þess, að menn hafa á öllum tímum gegnt æðstu.embættum fram á elliár. Skulu hér nokkur dæmi nefnd um alda- raðir: Ágústus keisari (d. 14 árum e. Krh.) varð 77 ára gamall. Valdimar sigur Danakonungur (d. 1241) varð 71 árs. Bonifacius páfi VIII. (d. 1303) varð 83 ára, og Aurangzeb stórmó- gúll var 88 ára, er hann kvaddi allar konur sínar árið 1707. Með hættu viðurværi, aukinni lækningalist og hollari lifnaðarhátt- um hefur mannsævin lengzt að mikl- um mun á síðustu timum. I samræmi við það má nefna, að Mackenzie King var forsætisráðherra Kanada til 74

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.