Samtíðin - 01.10.1959, Blaðsíða 20
16
SAMTlÐIN
TIGRI5DYRIÐ KALLA ÞEIR HANA
OPERUSÖNGKONAN
IVIARÍA CALLA8
HÚN HALLAR sér aftur á bak á
legubekknum, þessi ástríðuþrungna,
fallega og viljasterka söngkona,
María Callas, ómótstæðilegur per-
sónuleiki og ein mesta sópransöng-
kona, sem nokkurn tíma hefur heyrzt
til í óperu.
Blíðlega og stillilega segir hún:
„Eg veit ósköp vel, að ég er kölluð
tígrisdýrið. Mér þykir tigrisdýr fall-
egt, og ég er víst kölluð þessu nafni
vegna göngulags míns á leiksvið-
inu ... “
Það er ekki vandalaust að að-
greina, hvað er goðsögnin um þessa
miklu söngkonu og livað er hún sjálf
í raunveruleikanum, en eitt stendur
þó óhaggað, að þá Maríu Callas, sem
heimurinn þekkir í dag, hefur lágur
og gildvaxinn gráhærður maður,
Giovanni Battista Meneghini að
nafni, skapað. Hann skapaði heims-
fræga söngkonu og lieimskonu úr ó-
gæfusamri stú'lku, sem var altekin
minnimáttarkennd, af því að hún vó
nærri þvi 200 pund! Hann horaði
liana um 70 pund og skóp lienni
nafn, og síðan giftist hún honum!
Og í dag tekur María engu tilboði
nema ráðgast fyrst um það við hann.
Þau eru óaðskiljanleg, og hvar sem
hún veður uppi og veldur hneyksli,
er liann ávallt nærstaddur og full-
vissar alla um, að hún sé mesta söng-
lcona veraldarinnar.
MARIA CALLAS
Þetta veit Maria fullvel, og hún
veit lika, að hún er persónugerving-
ur skapofsans. „Ég er listakona, en
alls enginn engill,“ segir hún.
Að baki er óhemjustarf
MARlA CALLAS er 34 ára gömul.
Hún er tízkukona fram í fingurgóma.
Það sanna 25 dýru loðkápurnar henn-
ar, 250 kjólarnir, 150 pör af skóm og
300 liattar, allt frá kunnustu tízku-
liúsum heimsins. Hún hitti Meneg-
hini fyrir 10 árum. Hann hefur á-
vallt haft næmt eyra fyrir fögrum
söngröddum, en þegar hann kynnt-
ist Maríu, heyrði hann strax, að hún
hafði alveg óvenju glæsilega söng-
rödd. Meneghini var, þegar hér var
komið sögu, orðinn kunnur og vel
efnaður „impresario“. En nú afsal-
aði liann sér öllum störfum sínum
til þess að geta helgað hinni ungu,
grisku söngkonu óskipta krafta sína.