Samtíðin - 01.09.1960, Page 7
7. blað 27. árg.
IMr. 265
September 1960
SAMTIÐIIM
HEIIUILISBLAÐ TIL SKEIUIVITLIVIAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTIÐIN kemur út mánaSarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúla-
son, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 65 kr. (erl. 75 kr.),
Sreiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka í Bókaverzlun
ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf.
Merhið stcndur9 pátt ntnðurinn fulli
JAFN FÁMENNRI þjóð og íslendingum er það
nauðsyn að þekkja sinn vitjunarííma, þá sjaldan
hún eignast brautryðjendur á heimsmælikvarða.
Einn þeirra er nú nýlátinn, Jónas Kristjánsson
lieknir. Við fráfall hans er margs góðs að minn-
ast.
Jónas óx upp við kröpp kjör á tímabili, er nám-
fús íslenzk æska átti ekki margra kosta völ. í
æsku hans geisaði harðæri rnikið hér á landi, og
hurfu þá margir af landi brott til Vesturheims.
Jónas lauk embættisprófi í læknisfræði 10 árum
aður en hér var stofnaður háskóli. Síðar gerðist
hann héraðslæknir, fyrst á Fljótsdalshéraði og
hví næst á Sauðárkróki. Margir stéttarbræður
hans létu sér að sjálfsögðu nægja að vinna hljóð-
lát afrek í stárfi sínu og lýjast, þar til þeir
sögðu af sér embætti eða féllu í valinn fyrir
aldur fram eftir ótrúlega örðuga baráttu við
frumstæðustu starfsskilyrði.
En Jónas Kristjánsson átti sér hugsjón, sem
hann vildi helga alla krafta sína. Hann gerðist
a fjórða tug aldarinnar frumkviiðull náttúru-
laekningastefnunnar hér á landi og lét sig ekki
niuna um að takast á hendur fjórar kostnaðar-
samar utanfarir til þess að kynna sér rækilega
hvað eina, er orðið gæti henni til framdráttar.
J il dæmis um stórhug hans og dugnað má nefna,
að hann fór þrjár námsfarir alla leið til Ameríku.
Jónas læknir sótti um lausn frá embætti 1938
E1 þess að geta sinnt náttúrulækningum einvörð-
Ungu. Honum blöskraði öll sú vanheilsa, er hann
laldi, að lélegt mataræði og óhollir lifnaðarhætt-
lr leiddu yfir fólk. Kjarninn í kenningu hans
'ar, að uppræta bæri orsakir hvers konar hrörn-
unarsjúkdóma í stað þess að glíma stöðugt við
afleiðingar þeirra. Og til Jónasar streymdi
fjöldi fólks, er ekki taldi sig hafa hlotið bót
meina sinna annars staðar. En öllum, sem til
læknisins komu, miðlaði hann hollráðum af
gnótt þekkingar, reynslu og mannkærleika. Ég
hygg, að fáir hafi farið með öllu ósnortnir af
fundi hans-. Og þar, sem hann lagði hönd að
verki, urðu gifturíkar afleiðingar. Náttúrulækn-
ingafélög risu upp víða um landið innan vé-
banda Náttúrulækningafélags Islands. Tímaritið
„Heilsuvernd“ l'ærði þúsundum lesenda hug-
vekjur um nierkar nýjungar og mörg hollráð.
Efni ritsins var alltaf jafn ferskt, enda þótt
kjarni boðskapar þess væri síendurtekinn. Auk
þess gaf Náttúrulækningafélgið út nokkrar nyt-
samar bækur.
En athafnir urðu á fleiri sviðum og náðu til
fólks utan vébanda félagsins. í Reykjavík var
stofnuð NLF-búðin á Týsgötu 8, þar sem allir
geta keypt hvers konar hollar matvörur, og
NLF-brauðgerðin í Tjarnargötu 10, er hefur á
boðstólum brauð og kökur úr nýmöluðu heil-
hveiti. En bæði þessi fyrirtæki starfa samkvæmt
hugsjón Jónasar læknis um aukna hollustu í
mataræði.
En austur í Hveragerði var Grettistaki lyft
með byggingu hins vinsæla heilsuhælis, er lengi
hafði verið hugsjón Jónasar Kristjánssonar. Þar
auðnaðist honum að rækja köllun sína seinustu
æviárin allt fram til hinztu stundar, er hann
lézt sl. vor, kominn fast að níræðu.
Slíkra afbragðsmanna er gott að minnast.
Þeirri baráttu í þágu heilbrigðs lífs, sem Jónas
læknir hóf hér á landi, má ekki linna, þótt hans
sjálfs njóti nú ekki lengur við.