Samtíðin - 01.09.1960, Page 8

Samtíðin - 01.09.1960, Page 8
4 SAMTlÐIN \ E I ZTU ^ 1. Hvaða tvö öndvegisskáld Islendinga sendu frá sér fyrstu bækur sínar 1919? 2. Hvar og hvenær Sameinuðu þjóðirnar tóku til starfa og hvar þær háðu upp- haflega þing sín? 3. Ilvert er hæsta fjall Þýzkalands? 4. Hvaða kanadiskur dægurlagasöngvari, 18 ára að aldri, hefur orðið afhurða- vinsæll hér á landi? 5. Hvaða Islendingur gegndi fyrstur sendiherraembætti erlendis? Svörin eru á bls. 32. ------SAGT ———-EP: að ekkert þorni jafn fljótt og tár. ♦ að drambsemi sé hvimleiðasta tegund lieimsku, sem hægt sé að rækta í sér. ♦ að þrír menn geti ef til vill þagað yfir leyndarmáli, ef tveir þeirra eru dánir. ♦ að önnum kafnir menn hafi alltaf mest- an tíma til að ljá öðrum lið. ♦ að letingjum vinnist stundum ekki einu sinni tími til að skafa skítinn undan nöglunum á sér. SAMTÍÐIN þakkar öllum þeim, er greitt hafa skilvíslega árgjald sitt 1960 og sent henni nýja áskrifendur. Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes, Laugavegi 30. — Sími 19209. Trúlofunarhringir, 14 og 18 karata. Steinhringar. Gullmen. Á hvaða altlri eriu ? RITHÖFUNDUR hefur látið svo um mælt, að ekki sé viðlit að giæina aldur manna af hári þeirra, tönnum eða hnjám. Málið sé flóknara en svo. Hitt sé aftur á móti víst, að aldurinn sé tekinn að færast yfir þig, ef Þú ert hættur að eiga auðvelt með að eignast kunningja. Þér finnst yngri kynslóðin vera að fara í hundana. Þér er orðið tamt að tala um „gamla, góða daga.“ Veikindi þín eru orðin uppáhalds-um- ræðuefni þitt. Þér finnst þú alltaf hitta naglann á höfuðið í sleggjudómum þínum um aðra. Þú ert alltaf að verða eigingjarnari. Þú vilt alltaf helzt vera heima hjá þér. Þér er farið að finnast lífið leiðinlegt. Ekki má orðið hreyfa við stólnum þin- um. Þér finnst fólk heimskara en það hef- ur áður verið. Iiún: „Nú er ég til, og ég sem hélt, að þú værir klæddur og farinn að bíða.“ Hann: ,„Ég er nú búinn að bíða það lengi, að nú verður þú að bíða, meðan ég raka mig aftur." Læknir átti að taka skemmt auga úr gamalli konu. Hann tók í ógáti heilbrigða augað. Þá varð kerlingunni að orði: „Þér hafið stungið úr mér heilbrigða augað, læknir góður." „O-jæja, blind á báðum,“ anzaði lækn- irinn. Onnumst allar myndatökur bæði á stofu og í heimahúsum. S T U D I 0 Laugavegi 30. Sími 19-8-49.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.